Loading…

Fréttasafn

Orðstír þýðingarverðlaun afhent í þriðja sinn

Heiðursverðlauninin Orðstír voru veitt í þriðja sinn á Bessastöðum þann 26. apríl. Verðlaunahafar voru þau Silvia Cosimini frá Ítalíu og John Swedenmark frá Svíþjóð. Þau fá viðurkenningarskjal og verðlaunafé að launum.

Jákvætt viðhorf gagnvart Íslandi og íslenskum vörum

Enn ríkir mikil jákvæðni í garð Íslands samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi á sex markaðssvæðum fyrir hönd Íslandsstofu í febrúar 2019.

Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráning bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu sé ógild í heild sinni.

Opnunarfundur útflutnings- og markaðsráðs

Fyrsti fundur nýstofnaðs útflutnings- og markaðsráðs var haldinn í gær á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Norrænar vinnustofur í Suður Evrópu

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland stóðu fyrir norrænum vinnustofum undir heitinu „Be Nordic“ í Róm og Mílanó dagana 20. og 21. mars.

Stál og hnífur fær að hljóma í Barcelona

Dagana 28. mars til 14. apríl nk. fer kynningarherferðin „Ruta del Bacalao“ fram í Barcelona, en herferðin miðar að því að minna íbúa Spánar á dásemdir saltfisksins.

Íslenski hesturinn kynntur í Þýskalandi

Horses of Iceland tók þátt í hestasýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi dagana 9.–17. mars.

Ánægja á árlegri sjávarútvegssýningu í Boston

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegssýningunum í Boston dagana 17. – 19. mars sl., í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Árangursríkar vinnustofur í þremur borgum Asíu

Dagana 18. til 21. mars stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum og Íslandskynningum í borgunum Tókýó, Seúl og Taipei.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í sviðsljósinu í Múrmansk

Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu stóð fyrir heimsókn íslenskra sjávarútvegstækni fyrirtækja til Múrrmansk í Rússlandi dagana 19. og 20. mars sl.