Loading…

Fréttasafn

Heilsuferðaþjónusta í Ungverjalandi

Íslandsstofa skipulagði á dögunum fræðslu- og skoðunarferð til Ungverjalands. Ferðin var unnin í samvinnu við Ungverska ferðamálaráðið og nutu þátttakendur hennar í hvívetna. Skoðaðar voru fjölmargar heilsulindir bæði á hótelum sem og almenningslaugar.

Skráning hafin á Birdfair

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara á þátttöku í sýningunni Birdfair sem fer fram í Rutland á Englandi dagana 17.-19. ágúst nk.

Vinnustofur erlendis fyrir ferðaþjónustu að baki

Íslandsstofa gekkst nýlega fyrir röð kynningarfunda í Evrópu. Haldnar voru kynningar og vinnustofur í Frankfurt, Munchen, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, París og Amsterdam.

Viltu eiga viðskipti í Kína?

Íslandsstofa og viðskiptaskrifstofa utanríkisráðuneytisins standa fyrir kynningarfundi um viðskipti í Kína, föstudaginn 4. maí á Grand hótel Reykjavík kl. 09:00-11:30.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2011 komin út

Um 170 manns sóttu aðalfund Íslandsstofu á Grand hóteli. Fundurinn tókst vel til og var gerður góður rómur af framsögu David Gardner, ritstjóra alþjóðamála hjá Financial Times um þrautseigju smærri þjóða.

David Gardner á opnum aðalfundi Íslandsstofu

David Gardner, ritstjóri alþjóðamála hjá Financial Times, verður aðalræðumaður á opnum aðalfundi Íslandsstofu á Grand hótel, föstudaginn 27. apríl kl. 11-13.

Samstarfsyfirlýsing Íslandsstofu og Þróunarbanka Kína

Viljayfirlýsing Íslandsstofu og Þróunarbanka Kína um samvinnu var undirrituð í dag.

Kynningarfundir á Norðurlöndunum

Íslandsstofa gekkst á dögunum fyrir kynningarfundum í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Tilgangur fundanna var að koma á framfæri upplýsingum um verkefnið Ísland allt árið en sérstaklega var rætt um markaðssetningu á Íslandi utan háannatíma.

London Book Fair

Stærsta enska bókasýningin, London Book Fair, fór fram í Earls Court London dagana 15.-17. apríl. Sýningin er mjög alþjóðleg en þar er hægt að sjá allt það nýjasta sem er að gerast í greininni.

Primex hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012

Fyrirtækið Primex hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2012 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun.