Loading…

Fréttasafn

Vestnorden sýningin vel heppnuð

Íslandsstofa tók þátt í ferðasýningunni Vestnorden Travel Mart 2011 sem fram fór í Þórshöfn í Færeyjum 13. og 14. september síðastliðinn.

Hamingjuóskir frá ráðherra ferðamála

Íslandsstofu barst eftirfarandi orðsending frá Katrínu Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála á Íslandi:

Inspired by Iceland vinnur til verðlauna

Íslenska auglýsingastofan og Íslandsstofa fengu aðalverðlaun (Grand Prix) og gullverðlaun á Euro Effie auglýsingahátíðinni í Brussel í gærkvöldi fyrir Inspired by Iceland herferðina.

Fundur um Japan vel sóttur

Í tilefni af heimsókn sendiherra Íslands í Japan, Stefáns Lárusar Stefánssonar, var haldinn morgunfundur undir yfirskriftinni „Viðskipti Íslands og Japans – staðan í dag og vaxtarmöguleikar.“

Mikill áhugi á Íslandi á Birdfair

Aðilar að sýningunni fyrir Íslands hönd voru fyrirtæki og þjónustuaðilar er starfa í ferðatengdri þjónustu við fuglaskoðara með það að markmiði að selja Ísland sem áfangastað til fuglaskoðunar.

Markaðsátakið Ísland - allt árið

Framundan er eitt stærsta verkefni sem íslensk ferðaþjónusta hefur staðið frammi fyrir en það er að stórauka vetrarferðaþjónustu um land allt. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að verkefninu.

Fjölmenni á Íslandsdeginum í Tallin

Fjölmenni var á Íslandsdeginum sem haldinn var í Tallin í Eistlandi þann 21 ágúst síðastliðinn í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt.

Mikilvægt samstarf á heimsmeistaramóti Íslenska hestsins 2011

Fimm íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu í sameiginlegu sýningartjaldi á Heimsmeistaramóti hestsins í St. Radegund í Austurríki í ágústbyrjun. Hagsmunaaðilar í hrossarækt og hestamennsku stóðu fyrir kynningu undir merkjum Íslenska hestatorgsins.

Júlí er sögumánuður Inspired by Iceland

Inspired by Iceland verkefnið heldur áfram að rúlla. Í sumar verður lögð áhersla á að fá erlenda gesti til þess að deila reynslu sinni af Íslandi á vefsíðu Inspired by Iceland, með því að senda inn sögur eða video af dvöl sinni hérlendis.

Hönnun í útflutning - undirskrift samnings

Þróunarverkefnið Hönnun í útflutning er komið á fullt skrið en verkefnið er leitt af Íslandsstofu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins.