Loading…

Fréttasafn

Sendinefnd frá Kína

Í síðastliðinni viku kom hingað til landsins sendinefnd frá Viðskiptaráði Kína á sviði lyfja og heilsuvara. Sendinefndin kom á vegum utanríkisráðuneytisins og fundaði með íslenskum fyrirtækjum.

Áhugaverð námsstefna í Kaupmannahöfn

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í námsstefnu um innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn dagana 6. og 7. júní.

Viðhorf til sjálfbærni og kauphegðun fara ekki alltaf saman

Fundur um viðhorf til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif á innkaup var haldinn 6. júní. Markmið fundarins var að upplýsa um aðstæður á mörkuðum erlendis fyrir sjávarafurðir og skapa umræður um raunveruleg áhrif skoðana kaupenda og neytenda á innkaup.

Spegill spegill...

Tiu fyrirtæki í ferðaþjónustu luku á dögunum þátttöku í verkefninu Speglinum.

Íslandskynning í Prag

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Prag gekkst Íslandsstofa fyrir Íslandskynningu og vinnustofu þar í borg.

Söluþjálfunarnámskeiði fyrir sjávarútveginn að ljúka

Lokavinnustofan í markaðs- og söluþjálfun fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fór fram í síðastliðinni viku. Mikil aðsókn var á námskeiðið og því voru tveir hópar keyrðir samhliða.

Sjávarútvegssýningar í Brussel í 20 ár

Tuttugu ár eru liðin frá því sjávarútvegs-sýningarnar í Brussel, European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe voru settar á laggirnar. Ísland hefru verið með þjóðarbás á sýningunni frá upphafi sem fer stækkandi milli ára en um 30 íslensk fyrirtæki tóku þátt í ár.

Góðar undirtektir á fundi um samningatækni í ólíkum menningarheimum

Síðastliðinn fimmtudag stóð Íslandsstofa fyrir fræðslufundi þar sem Vlad Vaiman, prófessor í alþjóðlegri stjórnun, lýsti árangursríkri tækni við samninga í ólíkum menningarheimum.

Viðskipti í Kína

Yfir fimmtíu manns mættu á kynningarfund Íslandsstofu um viðskipti í Kína en þar fengu viðstaddir hagnýt ráð og reynslusögur frá fulltrúum fyrirtækja og hinu opinbera varðandi Kínamarkað.

Vel heppnuð vinnustofa

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu sem bar yfirskriftina „Stærri markaður – fleiri tækifæri“ og var ætluð þeim sem vildu öðlast hagnýta þekkingu á ýmsum lykilatriðum sem snúa að útflutningi.