Loading…

Fréttasafn

Viðskiptahagsmunir vegna fríverslunarviðræðna

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í neðangreindum löndum, á sviði vöru- og þjónustuviðskipta sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samninga.

Tækifæri í umhverfistækni í Kanada

Íslandsstofa hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í fyrirtækjastefnumótinu Centrallia sem haldið verður í Winnipeg í Manitobafylki, Kanada dagana 10.-12. október 2012.

Sýning á grænni framleiðslu og tækni í Kína

Dagana 9-11. nóvember nk. verður sýningin China International Green Innovative Products & Technologies Show (CIGIPTS) haldin í Guangzhou í Kína.

Skráning á sjávarútvegssýningarnar í Brussel 2013

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunum European Seafood Exposition og Seafood Processing Europe sem haldnar verða í Brussel dagana 23-25 apríl 2013.

Gull í Cannes!

Markaðsátakið Inspired by Iceland hlýtur Ljónið, hin eftirsóttu gullverðlaun auglýsingahátíðarinnar í Cannes, fyrir besta notkun almenningstengsla í auglýsingaherferð á árinu 2011.

Sendinefnd frá Kína

Í síðastliðinni viku kom hingað til landsins sendinefnd frá Viðskiptaráði Kína á sviði lyfja og heilsuvara. Sendinefndin kom á vegum utanríkisráðuneytisins og fundaði með íslenskum fyrirtækjum.

Áhugaverð námsstefna í Kaupmannahöfn

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í námsstefnu um innkaup stofnana Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn dagana 6. og 7. júní.

Viðhorf til sjálfbærni og kauphegðun fara ekki alltaf saman

Fundur um viðhorf til ábyrgra fiskveiða og sjálfbærni og áhrif á innkaup var haldinn 6. júní. Markmið fundarins var að upplýsa um aðstæður á mörkuðum erlendis fyrir sjávarafurðir og skapa umræður um raunveruleg áhrif skoðana kaupenda og neytenda á innkaup.

Spegill spegill...

Tiu fyrirtæki í ferðaþjónustu luku á dögunum þátttöku í verkefninu Speglinum.

Íslandskynning í Prag

Í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Prag gekkst Íslandsstofa fyrir Íslandskynningu og vinnustofu þar í borg.