Loading…

Fréttasafn

Íslandsstofa aðili að klasasamstarfi íslensku ferðaþjónustunnar

Þann 9. október var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar, þar á meðal Íslandsstofa, undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar.

Vika helguð frumkvöðlastarfi kvenna

Undanfarin þrjú ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna þar sem áhersla er lögð á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“ fyrirtæki.

Ísland valið áfangastaður ársins í Evrópu af lesendum The Guardian

Jarðhitaráðstefna í Varsjá

Íslandsstofa og iðnaðarráðuneytið, ásamt Sendiráði Íslands í Berlín, stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Varsjá í Póllandi í síðustu viku. Ráðstefnan var unnin í nánu samstarfi við pólsk stjórnvöld og sýndu heimamenn málefninu mikinn áhuga.

Spegillinn II farinn af stað

Markaðsþróunarverkefnið Spegillinn II er hafið en verkefnið er sérstaklega miðað að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þetta er annað árið sem Spegillinn er haldinn og taka níu fyrirtæki þátt að þessu sinni.

Umræður á netinu urðu kveikjan að auglýsingaherferð

Tekið verður við hugmyndum að öðru nafni fyrir Ísland sem liður í markaðsherferðinni Ísland – allt árið, eftir að umræður spunnust um það á samfélagsmiðlum verkefnisins hvort nafnið “Ísland” væri nægilega lýsandi nafn á eyjunni.

Útflutningsaukning og hagvöxtur að hefjast

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) verður nú boðið í 23. sinn. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.

Hagnýtar upplýsingar á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB

Rúmlega 20 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

Æðarbændur í fræðsluferð í Noregi

Í lok ágúst stóð Íslandsstofa fyrir fræðsluferð fyrir æðarbændur til Noregs í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

Nýr vefur Inspired by Iceland

Nýr vefur Inspired by Iceland er kominn í loftið. Vefurinn er með talsvert breyttu sniði og á að endurspegla muninn á verkefninu Ísland - allt árið og hinu upprunalega Inspired by Iceland verkefni.