Loading…

Fréttasafn

Ameríka lögð undir

Hópur vaskra ferðasöluaðila frá Íslandi lagði undir sig Ameríku í nýliðunum mánuði. Farið var í svokallað „roadshow“ eða fundarferð þar sem settir voru upp fundir og Íslandskynningar fyrir ferðaþjónustuaðila í þremur borgum á jafnmörgum dögum: New York, Washington og Seattle.

Matvælalandið Ísland - fjarsjóður framtíðarinnar

Fjölmörg tækifæri liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu. Hvernig á að auka verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir? Þetta var umfjöllunarefnið á ráðstefnu sem haldin var sl. þriðjudag á Hótel Sögu.

Vel heppnuð kaupstefna á Nuuk

Íslandsstofa skipulagði, í samstarfi við Air Iceland, kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 28.-30. október sl. Samhliða kaupstefnunni fór fram stofnun Íslensk-grænlenska viðskiptaráðsins.

Mikill áhugi á þróun ferðaleiða

Yfir 100 manns sóttu fund Íslandsstofu um þróun ferðaleiða sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica á þriðjudag. Fundurinn heppnaðist einstaklega vel enda um afar áhugavert umfjöllunarefni að ræða sem á greinilega erindi við marga.

Íslensk matarmenning kynnt í Tórínó

Slow Food sýningin Salone del Gusto fór fram í Tórínó á Norður-Ítalíu dagana 25.-29. október. Á sýningunni fór fram fjöldinn allur af matvælakynningum og fyrirlestrum um sértæk matvæli en þar voru samankomnir margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvælaframleiðslu, víngerðar og matseldar víðs vegar úr heiminum.

Inspired by Iceland býður til tónleika í tengslum við Iceland Airwaves

Inspired by Iceland mun bjóða til séstakrar tónleikaraðar á Ingólfstorgi í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina .

Viðskipti í Þýskalandi

Um fjörtíu manns mættu á kynningu sem haldin var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins á dögunum og bar yfirskriftina „Hvernig er að eiga viðskipti í Þýskalandi?“

Áttavitinn: Nýtt rekstrar- og markaðsþróunarverkefni

Íslandsstofa kynnir rekstrar- og markaðsþróunarverkefnið Áttavitann sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum sem framleiða vélar og tæki fyrir sjávarútveginn og fiskeldi. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn föstudaginn 26. október kl. 9.00 hjá Íslandsstofu.

Íslensk fyrirtæki kynntu sér uppbyggingu Coast to Coast hjólaleiðarinnar í Bretlandi

Í byrjun október stóð Íslandsstofa fyrir hjólaferð á Coast to Coast/Sea to Sea (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands. Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt.

Góð viðskiptatengsl náðust í Kanada

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í Centrallia fyrirtækjastefnumótinu sem haldið var í Winniepeg í Kanada í síðustu viku. Tengslamyndun heppnaðist afar vel og náðu íslensku þátttakendurnir góðum viðskiptasamböndum á staðnum.