Loading…

Fréttasafn

Aukin viðskipti Íslands og Bandaríkjanna: Skráning

Íslandsstofa mun halda utan um skipulag og aðkomu íslenskra fyrirtækja í tengslum við áhersluna um að efla viðskipti og fjárfestingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Við viljum vita ef fyrirtæki hafa áhuga á að nýta sér þjónustu okkar.

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda sérfræðinga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, opnaði í hádeginu í dag í húsakynnum Alvotech nýjan upplýsingavef, Work in Iceland, sem er stórt skref á þeirri vegferð að laða erlenda sérfræðinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf.

Saltfiskvika fram undan um allt land - „gleymda“ sælkeravaran

Blásið er til Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. – 15. september nk.

Erlendir söluaðilar á ferðum til Íslands bjartsýnir á veturinn

Erlendir söluaðilar á ferðum til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á bókanir fyrir komandi vetrartímabili. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir í júní sl.

Norræn ráðherranefnd kynnir sér íslenska hestinn

Nýverið kom til Íslands sendinefnd með 60 fulltrúum frá landbúnaðarráðuneytum Norðurlandanna í heimsókn.

Fyrsti alþjóðlegi vettvangurinn um konur í ferðaþjónustu á Íslandi

Íslandsstofa vekur athygli á fyrsta alþjóðlega umræðuvettvanginum um konur í ferðaþjónustu.

Eggert Benedikt nýráðinn forstöðumaður loftslagsmála

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir.

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA til 27. ágúst

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.

Íslenskt hugvit kynnt í St. Pétursborg

Íslensk sendinefnd hátt í 40 aðila var á dögunum stödd í St. Pétursborg þar sem íslensk sjávarútvegstækni var kynnt á Global Fishery Forum & Seafood Expo Russia 2019.

Ferðamenn smakka kranavatn á Keflvíkurflugvelli

Í nýju myndbandi Inspired by Iceland er sýnt frá því þegar ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli er boðið upp á mismunandi tegundir af kranavatni.