Loading…

Fréttasafn

Mikill áhugi á samskiptafærni

Fjöldi fólks mætti til að hlusta Timothy Harkness, yfirsálfræðing hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea FC, halda fyrirlestur um hvernig höndla eigi erfið samtöl.

Skýrsla um upplýsingatækniiðnaðinn

Haldinn var fjölmennur kynningarfundur á vegum Íslandsstofu á kortlagningarvinnu upplýsingatæknigeirans en rúmlega áttatíu manns úr faginu mættu til að kynna sér helstu niðurstöður vinnunnar.

Huffington Post vinnur til verðlauna fyrir Inspired by Iceland samstarf

Vefur Huffington Post í Bretlandi hefur unnið til verðlauna frá Samtökum breskra auglýsingatofa (IPA) fyrir þátttöku sína í Inspired by Iceland herferðinni. Verðlaunin voru veitt fyrir frumlegustu netherferðina.

Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum

Utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa bjóða til opins fundar um áskoranir og sóknarfæri er tengjast auknum efnahagsumsvifum á norðurslóðum.

Ameríka lögð undir

Hópur vaskra ferðasöluaðila frá Íslandi lagði undir sig Ameríku í nýliðunum mánuði. Farið var í svokallað „roadshow“ eða fundarferð þar sem settir voru upp fundir og Íslandskynningar fyrir ferðaþjónustuaðila í þremur borgum á jafnmörgum dögum: New York, Washington og Seattle.

Matvælalandið Ísland - fjarsjóður framtíðarinnar

Fjölmörg tækifæri liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu. Hvernig á að auka verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir? Þetta var umfjöllunarefnið á ráðstefnu sem haldin var sl. þriðjudag á Hótel Sögu.

Vel heppnuð kaupstefna á Nuuk

Íslandsstofa skipulagði, í samstarfi við Air Iceland, kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 28.-30. október sl. Samhliða kaupstefnunni fór fram stofnun Íslensk-grænlenska viðskiptaráðsins.

Mikill áhugi á þróun ferðaleiða

Yfir 100 manns sóttu fund Íslandsstofu um þróun ferðaleiða sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica á þriðjudag. Fundurinn heppnaðist einstaklega vel enda um afar áhugavert umfjöllunarefni að ræða sem á greinilega erindi við marga.

Íslensk matarmenning kynnt í Tórínó

Slow Food sýningin Salone del Gusto fór fram í Tórínó á Norður-Ítalíu dagana 25.-29. október. Á sýningunni fór fram fjöldinn allur af matvælakynningum og fyrirlestrum um sértæk matvæli en þar voru samankomnir margir helstu sérfræðingar á sviði menningarlegrar matvælaframleiðslu, víngerðar og matseldar víðs vegar úr heiminum.

Inspired by Iceland býður til tónleika í tengslum við Iceland Airwaves

Inspired by Iceland mun bjóða til séstakrar tónleikaraðar á Ingólfstorgi í tengslum við Iceland Airwaves hátíðina .