Loading…

Fréttasafn

Fjölmiðlaferðir

Nú í vetur hefur Íslandsstofa tekið á móti fjölmörgum blaðamönnum og aðstoðað á einhvern hátt, yfir 600 blaðamenn á ársgrundvelli. Unnið er markvisst að því að skapa umfjöllun með fréttatilkynningum og hafa fréttir um Ísland m.a. verið birtar á CNN, Wall Street Journal, Katie Couric, Lonely Planet og BBC.

Sendinefnd frá Kína í heimsókn

Í liðinni viku kom 14 manna sendinefnd frá China Agricultural Wholesale Markets Association í heimsókn til Íslandsstofu. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi stofunnar og á helstu þáttum íslensks atvinnulífs. Þá voru mikilvægi sjávarútvegsviðskipta milli Íslands og Kína rædd sérstaklega á fundinum.

Áhugavert erindi um franska markaðinn

Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir. Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.

Mikill áhugi á Kína

Í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings Íslands og Kína hélt Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund á Grand hótel um tolla- og upprunamál.

Skýrsla um kortlagningu útflutningsfyrirtækja með íslenskar náttúruvörur

Í vor hóf Íslandsstofa að kortleggja útflutningsfyrirtæki sem framleiða náttúruvörur þ.e. nota útdrætti (extrakta) úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í vörur sínar og framleiðslu. Markmiðið var að átta sig á stöðu þessara fyrirtækja í útflutningi og finna mögulega samstarfsfleti þeirra á milli.

Iceland is my Isle of Aweland

Þann 21. apríl s.l. var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar eru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland. Það var Isle of Aweland sem var kosið sem besta nafnið fyrir Ísland til að lýsa upplifun ferðamanna af landinu.

Markaðsáherslur í ferðaþjónustu kynntar á vinnustofum í Evrópu

Íslandsstofa stóð nýverið fyrir röð funda í borgunum Berlín, Frankfurt, París, Amsterdam, Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Tilgangur fundanna var að fara yfir markaðsáherslur í ferðaþjónustu á Íslandi með áherslu á veturinn 2013/2014.

Fjölsóttur fundur um tækifæri í Alaska

Um 60 manns sátu fund á vegum Íslandstofu og Amerísk-íslenska verslunarráðsins um viðskiptatækifæri í Alaska sem fram fór í morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Fundurinn var haldinn í tilefni þess að viðskiptanefnd frá Alaska er stödd hér á landi.

Útskrift í Speglinum

Átta ferðaþjónustufyrirtæki luku á dögunum þátttöku í verkefninu Spegilinn II. Þátttakendur voru mjög ánægðir með verkefnið og sögðu það m.a. hafa fyllt þá eldmóði og endurvakið áhuga þeirra á rekstrinum.

Ársfundur Íslandsstofu 2103 - útskrift ÚH