Loading…

Fréttasafn

Áttavitinn: Nýtt rekstrar- og markaðsþróunarverkefni

Íslandsstofa kynnir rekstrar- og markaðsþróunarverkefnið Áttavitann sem er sérstaklega ætlað fyrirtækjum sem framleiða vélar og tæki fyrir sjávarútveginn og fiskeldi. Kynningarfundur um verkefnið verður haldinn föstudaginn 26. október kl. 9.00 hjá Íslandsstofu.

Íslensk fyrirtæki kynntu sér uppbyggingu Coast to Coast hjólaleiðarinnar í Bretlandi

Í byrjun október stóð Íslandsstofa fyrir hjólaferð á Coast to Coast/Sea to Sea (C2C) hjólaleiðinni sem er ein vinsælasta hjólaleið Bretlands. Sex íslensk fyrirtæki tóku þátt.

Góð viðskiptatengsl náðust í Kanada

Fjögur íslensk fyrirtæki tóku þátt í Centrallia fyrirtækjastefnumótinu sem haldið var í Winniepeg í Kanada í síðustu viku. Tengslamyndun heppnaðist afar vel og náðu íslensku þátttakendurnir góðum viðskiptasamböndum á staðnum.

Íslandsstofa aðili að klasasamstarfi íslensku ferðaþjónustunnar

Þann 9. október var haldinn upphafsfundur í klasasamstarfi innan íslensku ferðaþjónustunnar í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir 40 aðilar, þar á meðal Íslandsstofa, undirrituðu þjónustusamninga til eins árs við fyrirtækið Gekon um framkvæmd og verkstjórn á kortlagningu atvinnugreinarinnar.

Vika helguð frumkvöðlastarfi kvenna

Undanfarin þrjú ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna þar sem áhersla er lögð á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“ fyrirtæki.

Ísland valið áfangastaður ársins í Evrópu af lesendum The Guardian

Jarðhitaráðstefna í Varsjá

Íslandsstofa og iðnaðarráðuneytið, ásamt Sendiráði Íslands í Berlín, stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Varsjá í Póllandi í síðustu viku. Ráðstefnan var unnin í nánu samstarfi við pólsk stjórnvöld og sýndu heimamenn málefninu mikinn áhuga.

Spegillinn II farinn af stað

Markaðsþróunarverkefnið Spegillinn II er hafið en verkefnið er sérstaklega miðað að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þetta er annað árið sem Spegillinn er haldinn og taka níu fyrirtæki þátt að þessu sinni.

Umræður á netinu urðu kveikjan að auglýsingaherferð

Tekið verður við hugmyndum að öðru nafni fyrir Ísland sem liður í markaðsherferðinni Ísland – allt árið, eftir að umræður spunnust um það á samfélagsmiðlum verkefnisins hvort nafnið “Ísland” væri nægilega lýsandi nafn á eyjunni.

Útflutningsaukning og hagvöxtur að hefjast

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) verður nú boðið í 23. sinn. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.