Loading…

Fréttasafn

Sendiherrar í heimsókn - fundir um viðskiptamöguleika

Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Nýju Delí, Hannes Heimisson, verðandi sendiherra Íslands í Tókýó, Stefán Skjaldarson, verðandi sendiherra í Pekíng, og Auðunn Atlason, verðandi sendiherra í Vín, verða til viðtals í byrjun júlí.

Ferðasýningar 2013-2014

Íslandsstofa hefur tekið saman lista yfir sýningar sem skipulagðar eru frá hausti 2013 til sumars 2014.

Inspired by Iceland hlýtur hin virtu verðlaun Cannes Lion 2013

Inspired by Iceland var verðlaunað í tvígang þegar hin virtu Cannes Lion auglýsingaverðlaun voru veitt í 60. skipti í Frakklandi á sunnudag. Herferðin fékk tvenn bronsverðlaun fyrir notkun almannatengsla í vetrarátaki Inspired by Iceland þar sem ferðamenn voru beðnir um að stinga upp á lýsandi nafni fyrir Ísland í samræmi við upplifun sína af landinu.

Samstarf milli hugbúnaðarfyrirtækja skoðað á hraðstefnumóti

Líf og fjör einkenndi hraðstefnumót upplýsingatæknifyrirtækja á dögunum. Þangað komu 26 fyrirtæki sem áttu hvert um sig á milli níu til tíu örfundi en alls voru haldnir 125 fundir.

Fjölmiðlaferðir

Nú í vetur hefur Íslandsstofa tekið á móti fjölmörgum blaðamönnum og aðstoðað á einhvern hátt, yfir 600 blaðamenn á ársgrundvelli. Unnið er markvisst að því að skapa umfjöllun með fréttatilkynningum og hafa fréttir um Ísland m.a. verið birtar á CNN, Wall Street Journal, Katie Couric, Lonely Planet og BBC.

Sendinefnd frá Kína í heimsókn

Í liðinni viku kom 14 manna sendinefnd frá China Agricultural Wholesale Markets Association í heimsókn til Íslandsstofu. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi stofunnar og á helstu þáttum íslensks atvinnulífs. Þá voru mikilvægi sjávarútvegsviðskipta milli Íslands og Kína rædd sérstaklega á fundinum.

Áhugavert erindi um franska markaðinn

Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir. Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.

Mikill áhugi á Kína

Í kjölfar undirritunar fríverslunarsamnings Íslands og Kína hélt Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, kynningarfund á Grand hótel um tolla- og upprunamál.

Skýrsla um kortlagningu útflutningsfyrirtækja með íslenskar náttúruvörur

Í vor hóf Íslandsstofa að kortleggja útflutningsfyrirtæki sem framleiða náttúruvörur þ.e. nota útdrætti (extrakta) úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í vörur sínar og framleiðslu. Markmiðið var að átta sig á stöðu þessara fyrirtækja í útflutningi og finna mögulega samstarfsfleti þeirra á milli.

Iceland is my Isle of Aweland

Þann 21. apríl s.l. var opnuð ljósmyndasýning á Austurvelli þar sem sýndar eru 20 vinsælustu tillögurnar í nafnasamkeppni vetrarherferðar Inspired by Iceland. Það var Isle of Aweland sem var kosið sem besta nafnið fyrir Ísland til að lýsa upplifun ferðamanna af landinu.