Loading…

Fréttasafn

Áhugi á Íslandi í Norður-Ameríku

Íslandsstofa stóð fyrir röð landkynningarfunda og vinnustofa í Montreal, Chicago og New York í vikunni. Þar komu áhugasamir starfsmenn ferðaskrifstofa til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja ásamt því að hlýða á kynningu á því helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Inspired by Iceland markaðsherferðin vinnur hin virtu Euro Effie auglýsingaverðlaun

Inspired by Iceland markaðsherferðin hlaut í gærkvöldi hin virtu Euro Effie verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun fyrir heimboð Íslendinga við hátíðlega athöfn í Brussel. Þetta er í annað skipti sem Inspired by Iceland hlýtur Euro Effie verðlaun.

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control haldin í sjötta sinn í Reykjavík

Hvernig getur þú nýtt tækni í listsköpun, miðlun og framsetningu? Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.

Íslensk matarmenning kynnt í Berlín

Íslenskt sjávarfang og lambakjöt voru í aðalhlutverki í fjölmennri matarveislu sem haldin var í húsakynnum þýsku verslunarkeðjunnar Frischeparadies í Berlín þann 1. september sl.

Vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014; Share the Secret kynnt í Hörpu í gær.

Í gær var vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014 hleypt af stokkunum og er inntak herferðarinnar að þessu sinni "Leynarmál á Íslandi" eða "Share the Secret".

Íslenskir vöruhönnuðir fá góðar viðtökur í París

Íslenskir hönnuðir sýna þessa dagana vörur sínar í París á einni stærstu vöruhönnunarsýningu í heimi, Maison & Objet.

Opinn fundur í Hörpu: Árangur íslenskrar ferðaþjónustu og markaðsstarf erlendis

Lokað hefur verið fyrir skráningar á fundinn

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu

Andri Marteinsson er forstöðumaður nýs sviðs hjá Íslandsstofu. Hið nýja svið er eitt af fjórum fagsviðum Íslandsstofu og heitir „Iðnaður og þjónusta“

Hagsmunir ferðaþjónustunnar og vetrarherferð Ísland - allt árið

Í september verða haldnir fundir þar sem hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma saman til skrafs og ráðagerða og fjalla um brennandi mál í ferðaþjónustu. Á fundunum ætlar Íslandsstofa kynna áherslur í markaðssetningu erlendis og markaðsverkefnið Ísland- allt árið á komandi vetri og Samtök ferðaþjónustunnar mun fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar.

Ísland kynnt í Suðaustur-Asíu

Í dag lauk röð funda þar sem fram fór kynning á ferðaþjónustu á Íslandi í Suðaustur-Asíu. Fundirnir fóru fram í Hong Kong og Guangzhou í Kína og Taipei í Tævan.