Loading…

Fréttasafn

Ísland kynnt á sýninu í London

Íslandsstofa hélt til London nýverið, ásamt fulltrúum fjögurra íslenskra fyrirtækja, þar sem þau tóku þátt í sýningunni Scandinavia Show.

Uppselt á viðburðinn Taste of Iceland í New York

Íslandsstofa & Iceland Naturally stóðu fyrir viðburðinum A Taste of Iceland dagana 3.-6. október í New York.

Fundarröð upplýsingatæknifyrirtækja hafin

Síðastliðinn föstudag fór fram fyrsti fundur í fundarröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja sem Íslandsstofa og SUT (Samtök upplýsingatæknifyrirtækja) standa fyrir. Efni fundarins, sem var vel sóttur, var samstarf fyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Vestnorden vel heppnuð

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í 28. skipti dagana 20-23. september. Kaupstefnan fór fram í Nuuk, Grænlandi og voru þar samankomnir ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna það sem löndin hafa upp á að bjóða.

Áhugi á Íslandi í Norður-Ameríku

Íslandsstofa stóð fyrir röð landkynningarfunda og vinnustofa í Montreal, Chicago og New York í vikunni. Þar komu áhugasamir starfsmenn ferðaskrifstofa til fundar við fulltrúa íslenskra fyrirtækja ásamt því að hlýða á kynningu á því helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða fyrir ferðamenn.

Inspired by Iceland markaðsherferðin vinnur hin virtu Euro Effie auglýsingaverðlaun

Inspired by Iceland markaðsherferðin hlaut í gærkvöldi hin virtu Euro Effie verðlaun í flokknum afþreying og skemmtun fyrir heimboð Íslendinga við hátíðlega athöfn í Brussel. Þetta er í annað skipti sem Inspired by Iceland hlýtur Euro Effie verðlaun.

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control haldin í sjötta sinn í Reykjavík

Hvernig getur þú nýtt tækni í listsköpun, miðlun og framsetningu? Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control verður haldin í Reykjavík í sjötta sinn dagana 28. – 30. október 2013 í Bíó Paradís.

Íslensk matarmenning kynnt í Berlín

Íslenskt sjávarfang og lambakjöt voru í aðalhlutverki í fjölmennri matarveislu sem haldin var í húsakynnum þýsku verslunarkeðjunnar Frischeparadies í Berlín þann 1. september sl.

Vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014; Share the Secret kynnt í Hörpu í gær.

Í gær var vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014 hleypt af stokkunum og er inntak herferðarinnar að þessu sinni "Leynarmál á Íslandi" eða "Share the Secret".

Íslenskir vöruhönnuðir fá góðar viðtökur í París

Íslenskir hönnuðir sýna þessa dagana vörur sínar í París á einni stærstu vöruhönnunarsýningu í heimi, Maison & Objet.