Loading…

Fréttasafn

Miklir samstarfsmöguleikar í Seattle

Fulltrúar 13 íslenskra fyrirtækja fylgdu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í heimsókn hennar til Seattle í síðustu viku. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, Íslandsstofu, Seattle Trade Alliance og viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market

Íslandsstofa var þátttakandi á World Travel Market ferðasýningunni í London dagana 4-7. nóvember sl. Vel gekk á sýningunni og mátti greina mikinn áhuga á Íslandi og Íslandsferðum, að sögn Heru Bráar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Fjölmennur fundur í Anchorage

Sendinefnd frá Íslandi var í aðalhlutverki á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Anchorage, Alaska í gær. Ljóst er að með tilkomu beins flugs frá Íslandi til Anchorage hefur vaknað áhugi á auknum samskiptum milli landanna bæði á sviði viðskipta sem og í ferðaþjónustu.

Hraðstefnumót í Póllandi

Skandinavísk–pólska verslunarráðið býður til hraðstefnumóta fimmtudaginn 14. nóvember nk. í borginni Sopot í Póllandi. Sendiráð Íslands í Berlín er aðili að Skandinavísk-pólska verslunarráðinu og hægt er að fá aðgöngu að þessum viðburði í gegnum þá aðild

750 manns hafa sótt fundi Íslandsstofu og SAF

Undanfarnar vikur hafa verið haldnir fundir víða um landið þar sem hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu komu saman. Íslandsstofa hefur kynnt áherslur í markaðssetningu erlendis ásamt vetrarherferð Ísland – allt árið fyrir veturinn 2013 – 2014.

Útflutningsaukning og hagvöxtur farið af stað

Útflutningsverkefnið ÚH er farið af stað 24 árið í röð en verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.

Starfsnám hjá Íslandsstofu

Í boði er starfsnám hjá Íslandsstofu á vormánuðum.

Metþátttaka íslenskra fyrirtækja á kaupstefnu í Nuuk

Íslensk fyrirtæki fjölmenntu til Nuuk á Grænlandi í síðustu viku þar sem þau sóttu kaupstefnu sem Íslandsstofa, ásamt Grænlensk-íslenska viðskiptaráðinu og Flugfélagi Íslands, stóðu fyrir.

Saltfiskur í Barcelona

Íslenski básinn hefur fengið mikla athygli á sjávarútvessýningunni í Barcelona og tóku fjölmiðlar og sjónvarpsstöðvar m.a. viðtöl við spænska matreiðslumanninn Rubén Barrios sem hefur eldað á íslenska básnum.

Íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði skoða ný tækifæri í Noregi

Í byrjun þessarar viku fóru sjö íslensk fyrirtæki í byggingariðnaði til Oslóar til fundar við verkkaupa, hönnuði og ráðgjafa. Á meðal þeirra sem íslensku fyrirtækin hittu voru verktakafyrirtækið Veidekke, norska vegagerðin og fasteignafélagið Basale.