Loading…

Fréttasafn

Fjallað um sameiginlegt markaðsstarf á Sjávarútvegsráðstefnunni

Sjávarútvegsráðstefnan var haldin 21.-22. nóvember sl. Þar var meðal annars fjallað um sameiginlegt markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Búið að deila yfir 100 leyndarmálum

Nú er vetrarherferðin Share the Secret komin vel af stað og birtingar á hefðbundnum auglýsinum hafnar á erlendum mörkuðum. Yfir 100 leyndarmálum hefur verið deilt á vef Inspired by Iceland bæði í formi myndbanda sem texta og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þau og deila þeim áfram á ykkur samfélagsmiðlum.

Íslenskur saltfiskur sækir fram í Suður Evrópu

Mikill áhugi er bæði á Íslandi og íslenskum saltfiski í Portúgal og á Spáni ef marka má viðbrögð þarlendra fjölmiðla við kynningum á íslenskum saltfiski að undanförnu. Fjöldi fólks lagði leið sína í litla Eldhúsið, táknmynd íslenska þorpsins, sem komið var fyrir á fjölförnum stöðum í Lissabon og Bilbao núna í nóvember.

Markaðsrannsóknir mikilvægar þegar velja á nýjan markað

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu sem haldin var á Hilton Reykjavik Nordica í gær og fjallaði um fyrstu skrefin í útflutningi.

Málstofa framundan - viðskiptatækifæri í Malasíu

Í tilefni af komu sendinefndar frá Malasíu hingað til lands fer fram málþing þriðjudaginn 19. nóvember kl. 09:00 - 11:30 þar sem kynnt verða aukin tækifæri til samstarfs á milli fyrirtækja á Íslandi og í Malasíu.

Í Portúgal er lífið líka saltfiskur

Dagana 6. og 7. nóvember fór fram kynning á íslenskum saltfiski í Lissabon í Portúgal. Kynningin er liður í markaðssamstarfi framleiðenda og útflytjenda á saltfiskafurðum sem Íslandsstofa stýrir en stjórnvöld koma einnig að verkefninu.

Miklir samstarfsmöguleikar í Seattle

Fulltrúar 13 íslenskra fyrirtækja fylgdu Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í heimsókn hennar til Seattle í síðustu viku. Heimsóknin var skipulögð í samstarfi Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins, Íslandsstofu, Seattle Trade Alliance og viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Jákvæðni í garð Íslands á World Travel Market

Íslandsstofa var þátttakandi á World Travel Market ferðasýningunni í London dagana 4-7. nóvember sl. Vel gekk á sýningunni og mátti greina mikinn áhuga á Íslandi og Íslandsferðum, að sögn Heru Bráar Gunnarsdóttur, verkefnisstjóra ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

Fjölmennur fundur í Anchorage

Sendinefnd frá Íslandi var í aðalhlutverki á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Anchorage, Alaska í gær. Ljóst er að með tilkomu beins flugs frá Íslandi til Anchorage hefur vaknað áhugi á auknum samskiptum milli landanna bæði á sviði viðskipta sem og í ferðaþjónustu.

Hraðstefnumót í Póllandi

Skandinavísk–pólska verslunarráðið býður til hraðstefnumóta fimmtudaginn 14. nóvember nk. í borginni Sopot í Póllandi. Sendiráð Íslands í Berlín er aðili að Skandinavísk-pólska verslunarráðinu og hægt er að fá aðgöngu að þessum viðburði í gegnum þá aðild