Loading…

Fréttasafn

HB Grandi hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

Síðdegis í dag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, HB Granda Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2013 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Fjöldi sótti ráðstefnu um heildarúttekt á ferðaþjónustu

Rúmlega 260 manns sóttu ráðstefnu um heilarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu sem Íslandsstofa gekkst fyrir

Fundur um sameiginlegt markaðsstarf

Fiskifélag Íslands heldur opinn umræðufundur um sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskan sjávarútveg á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 21. mars nk. klukkan 13:30-15.00.

Aukin samvinna Íslands og Færeyja

Ísland og Færeyjar hafa ákveðið að auka samvinnu sín á milli með sérstakri áherslu á atvinnuþróun og nýsköpun. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands og landsstjórnar Færeyja sem undirrituð var á ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum í vikunni.

Tvenn verðlaun fyrir Inspired by Iceland!

Inspired by Iceland herferðin vann tvo lúðra á árlegri verðlaunahátíð Ímark fyrir bestu auglýsingar ársins 2012. Verðlaunin voru í flokkunum stafrænar auglýsingar – samfélagsmiðlar annars vegar, og viðburðir hins vegar.

Vinsælar vinnustofur

Íslandsstofa stóð fyrir tveimur vinnustofum á dögunum. Uppselt var á báðar vinnustofurnar og komust færri að ein vildu.

Markaðsátak í Suður Evrópu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 20 milljónum króna í sameiginlegt markaðsátak fyrir íslenskar saltfiskafurðir á árinu 2013. Það eru Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) sem höfðu frumkvæði að mótun markaðssamstarfs til kynningar á söltuðum þorskafurðum í Suður Evrópu.

Samningur um að efla öryggi ferðamanna

Gengið var frá samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Slysavarnarfélagið í vikunni sem gerir félaginu kleift að stórauka kynningu á vefnum Safe Travel sem ætlað er að tryggja öryggi ferðamanna, auk annarrar eflingar á vetrarþjónustu björgunarsveitanna.

Frábærar viðtökur á Stockholm Furniture Fair

Þrjú íslensk fyrirtæki tóku þátt á Stockholm Furniture Fair í upphafi mánaðarins, þau Volki, Bryndís Bolladóttir og Á. Guðmundssson. Fyrirtækin voru mjög ánægð með þá athygli sem þau fengu á sýningunni.

Fjölmennur viðskiptafundur í Madríd

Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa stóðu fyrir viðskiptafundi í Madríd á Spáni á mánudag, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að efla tengslin milli Spánar og Íslands með áherslu á orkumál, ferðamannaiðnað, fiskveiðar og stjórnmál.