Loading…

Fréttasafn

Jarðhitaráðstefna í Varsjá

Íslandsstofa og iðnaðarráðuneytið, ásamt Sendiráði Íslands í Berlín, stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Varsjá í Póllandi í síðustu viku. Ráðstefnan var unnin í nánu samstarfi við pólsk stjórnvöld og sýndu heimamenn málefninu mikinn áhuga.

Spegillinn II farinn af stað

Markaðsþróunarverkefnið Spegillinn II er hafið en verkefnið er sérstaklega miðað að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þetta er annað árið sem Spegillinn er haldinn og taka níu fyrirtæki þátt að þessu sinni.

Umræður á netinu urðu kveikjan að auglýsingaherferð

Tekið verður við hugmyndum að öðru nafni fyrir Ísland sem liður í markaðsherferðinni Ísland – allt árið, eftir að umræður spunnust um það á samfélagsmiðlum verkefnisins hvort nafnið “Ísland” væri nægilega lýsandi nafn á eyjunni.

Útflutningsaukning og hagvöxtur að hefjast

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) verður nú boðið í 23. sinn. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.

Hagnýtar upplýsingar á námskeiði um virðisaukaskatt í ESB

Rúmlega 20 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.

Æðarbændur í fræðsluferð í Noregi

Í lok ágúst stóð Íslandsstofa fyrir fræðsluferð fyrir æðarbændur til Noregs í samvinnu við Bændasamtök Íslands.

Nýr vefur Inspired by Iceland

Nýr vefur Inspired by Iceland er kominn í loftið. Vefurinn er með talsvert breyttu sniði og á að endurspegla muninn á verkefninu Ísland - allt árið og hinu upprunalega Inspired by Iceland verkefni.

Viðskiptahagsmunir vegna fríverslunarviðræðna

Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í neðangreindum löndum, á sviði vöru- og þjónustuviðskipta sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum. Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samninga.

Tækifæri í umhverfistækni í Kanada

Íslandsstofa hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir þátttöku íslenskra fyrirtækja í fyrirtækjastefnumótinu Centrallia sem haldið verður í Winnipeg í Manitobafylki, Kanada dagana 10.-12. október 2012.

Sýning á grænni framleiðslu og tækni í Kína

Dagana 9-11. nóvember nk. verður sýningin China International Green Innovative Products & Technologies Show (CIGIPTS) haldin í Guangzhou í Kína.