Loading…

Fréttasafn

Uppselt á vinnustofu um val á samstarfsaðilum á erlendum markaði

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofu á dögunum sem bar yfirskriftina „Val á samstarfsaðilum á erlendum markaði". Þar fór Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri Europartnership Itd, yfir ýmis atriði sem tengjast því að finna og velja umboðs- og dreifiaðila.

Ísland vinsælt í Finnlandi

Íslandsstofa stóð fyrir ferð á Matka ferðakaupstefnuna í Helsinki dagana 16-19. janúar. Alls tóku átta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt og kynntu þjónustu sína, Elding, Keahótel, Íshestar, Terra Nova, Iceland Excursions, Iceland Travel, Reykjavík Excursions og Snæland Travel, auk Icelandair í Finnlandi.

Fjölmenni í sendiráðinu í Moskvu

Fjölmennt var í bústað Alberts Jónssonar, sendiherra í Moskvu, og Ásu konu hans í gær þar sem þau tóku á móti á áttunda tug rússneskra ferðaþjónustuaðila sem þangað voru komnir til fundar við fulltrúa íslenskrar ferðaþjónustu.

Samningur um Film in Iceland

Í gær undirrituðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu samning um að Íslandsstofa myndi áfram annast umsjón verkefnisins Film in Iceland.

Hollenskir fjárfestar með áform um ylræktarver fyrir tómata í Reykjanesbæ

Fjárfestingasvið Íslandsstofu, og áður Fjárfestingastofa, hefur lengi unnið að kynningu á möguleikum hér á landi til byggingar og reksturs ylræktarvera til framleiðslu á grænmeti til útflutnings. Sérstök áhersla hefur verið lögð á endurnýjanlega orku í því samhengi.

The Secret Life of Walter Mitty felur í sér ómetanlega landkynningu

Ísland er sögusvið kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty sem frumsýnd er nú í desember. Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20th Century Fox og erlenda fjölmiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar.

Vöxtur fyrirtækja og frumkvöðla kallar á rétt umhverfi

"Við Íslendingar stöndum frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, en erum líka mjög lánsöm.“ sagði Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor og stjórnarformaður Íslandsstofu m.a. við setningu málstofa, sem fram fóru á Grand Hótel Reykjavík í dag

Íslenskir listamenn hvísla leyndarmálum að íbúum Frankfurt

Undanfarna daga hafa íbúar í Frankfurt fengið tækifæri til að uppgötva íslensk leyndarmál á fjölfarnasta torgi borgarinnar, Konstablerwache. Þar hefur verið settur upp stór hljóðskúlptúr þar sem íslenskir listamenn hvísla sínum leyndarmálum að borgarbúum.

Tengslamyndun rædd á fundi upplýsingatæknifyrirtækja

Kynningar- og sölumál voru í brennidepli á öðrum fundi Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) sem haldinn var sl. miðvikudag. Fundurinn bar yfirskriftina ‚Tengslamyndun á erlendum markaði‘ en þar fengu fulltrúar upplýsingatæknifyrirtækja m.a. fræðslu um árangursríka kynningartækni.

Íslenskum matvælum vel tekið í Sviss

Íslenskur fiskur, lambakjöt og skyr voru megin uppistaða þess íslenska hráefnis sem kynnt var á IGEHO sýningunni í Basel í Sviss dagana 23.-27. nóvember.