Loading…

Fréttasafn

Vöxtur fyrirtækja og frumkvöðla kallar á rétt umhverfi

"Við Íslendingar stöndum frammi fyrir fjölmörgum áskorunum, en erum líka mjög lánsöm.“ sagði Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor og stjórnarformaður Íslandsstofu m.a. við setningu málstofa, sem fram fóru á Grand Hótel Reykjavík í dag

Íslenskir listamenn hvísla leyndarmálum að íbúum Frankfurt

Undanfarna daga hafa íbúar í Frankfurt fengið tækifæri til að uppgötva íslensk leyndarmál á fjölfarnasta torgi borgarinnar, Konstablerwache. Þar hefur verið settur upp stór hljóðskúlptúr þar sem íslenskir listamenn hvísla sínum leyndarmálum að borgarbúum.

Tengslamyndun rædd á fundi upplýsingatæknifyrirtækja

Kynningar- og sölumál voru í brennidepli á öðrum fundi Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) sem haldinn var sl. miðvikudag. Fundurinn bar yfirskriftina ‚Tengslamyndun á erlendum markaði‘ en þar fengu fulltrúar upplýsingatæknifyrirtækja m.a. fræðslu um árangursríka kynningartækni.

Íslenskum matvælum vel tekið í Sviss

Íslenskur fiskur, lambakjöt og skyr voru megin uppistaða þess íslenska hráefnis sem kynnt var á IGEHO sýningunni í Basel í Sviss dagana 23.-27. nóvember.

Fjallað um sameiginlegt markaðsstarf á Sjávarútvegsráðstefnunni

Sjávarútvegsráðstefnan var haldin 21.-22. nóvember sl. Þar var meðal annars fjallað um sameiginlegt markaðsstarf á erlendum mörkuðum.

Búið að deila yfir 100 leyndarmálum

Nú er vetrarherferðin Share the Secret komin vel af stað og birtingar á hefðbundnum auglýsinum hafnar á erlendum mörkuðum. Yfir 100 leyndarmálum hefur verið deilt á vef Inspired by Iceland bæði í formi myndbanda sem texta og hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur þau og deila þeim áfram á ykkur samfélagsmiðlum.

Íslenskur saltfiskur sækir fram í Suður Evrópu

Mikill áhugi er bæði á Íslandi og íslenskum saltfiski í Portúgal og á Spáni ef marka má viðbrögð þarlendra fjölmiðla við kynningum á íslenskum saltfiski að undanförnu. Fjöldi fólks lagði leið sína í litla Eldhúsið, táknmynd íslenska þorpsins, sem komið var fyrir á fjölförnum stöðum í Lissabon og Bilbao núna í nóvember.

Markaðsrannsóknir mikilvægar þegar velja á nýjan markað

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu sem haldin var á Hilton Reykjavik Nordica í gær og fjallaði um fyrstu skrefin í útflutningi.

Málstofa framundan - viðskiptatækifæri í Malasíu

Í tilefni af komu sendinefndar frá Malasíu hingað til lands fer fram málþing þriðjudaginn 19. nóvember kl. 09:00 - 11:30 þar sem kynnt verða aukin tækifæri til samstarfs á milli fyrirtækja á Íslandi og í Malasíu.

Í Portúgal er lífið líka saltfiskur

Dagana 6. og 7. nóvember fór fram kynning á íslenskum saltfiski í Lissabon í Portúgal. Kynningin er liður í markaðssamstarfi framleiðenda og útflytjenda á saltfiskafurðum sem Íslandsstofa stýrir en stjórnvöld koma einnig að verkefninu.