Loading…

Fréttasafn

Ísland heitt í Kanada

Í tilefni fjölgunar áfangastaða Icelandair í Vesturheimi efndi Íslandsstofa til vinnufunda í borgunum Vancouver, Calgary og Edmonton, í samvinnu við Icelandair.

Sendiherrar í París og Helsinki í heimsókn

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki verða til viðtals 13. og 14. mars nk.

Inspired by Iceland leitar að heimsins hugrakkasta ferðamanni

Leit stendur nú yfir að heimsins hugrakkasta ferðamanni. Það er Inspired by Iceland sem býður áhugafólki um Ísland óvenjulegt tækifæri til að kynnast landinu í gegnum ævintýralegt ferðalag þar sem leitað verður til rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum til að stinga upp á áfangastöðum og afþreyingu.

Mikill áhugi á Íslandsferðum á Jótlandi

Íslandsstofa var með þjóðarbás á ferðasýningunni Ferie for alle sem haldin var í bænum Herning á Jótlandi dagana 21 - 23. febrúar sl.

Ákveðið að halda áfram með markaðsátak í Suður-Evrópu

Ákveðið hefur verið að halda áfram með sameiginlegt markaðs- og kynningarverkefni íslenskra saltfiskframleiðenda í Suður-Evrópu, sem hófst í febrúar í fyrra og hefur skilað ágætum árangri.

Uppselt á vinnustofu um sölu- og kynningartækni

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu sl. föstudag sem bar heitið „Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði“ en þar var farið yfir ýmis lykilatriði tengd viðfangsefninu.

Tilnefningar til Ímark

Iceland by Another Name - auglýsingaherferð Inspired by Iceland er tilnefnd til tveggja lúðra á Ímark verðlaunahátíðinni.

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Bretlandi

Þessa dagana eru fulltrúar frá íslenskum fyrirtækum og markaðsstofum landshlutanna á ferð um England og Skotland. Markmiðið er að skapa tengsl við breska ferðaskipuleggjendur og kynna þeim Ísland sem áfangastað.

Stockholm Furniture Fair sýningin fer vel af stað

Á. Guðmundsson, Bryndís Bolladóttir og Erla Sólveig Óskarsdóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair sýningunni sem stendur yfir fram á laugardag. Sýningin fór vel af stað og hefur íslensku hönnuninni verið sýndur mikill áhugi.

Íslandsstofa stóð fyrir fjölmiðlaferð á tökuslóðir Game of Thrones

Íslandsstofa skipulagði og stóð fyrir fjölmiðlaferð með HBO sjónvarpsstöðinni á tökuslóðir Game of Thrones í Mývatnssveit í síðustu viku. Fjölmennur hópur boðsgesta var þar með í för, m.a. 18 blaðamenn frá fjölmiðlum í Evrópu og Bandaríkjunum.