Loading…

Fréttasafn

Tilnefningar til Ímark

Iceland by Another Name - auglýsingaherferð Inspired by Iceland er tilnefnd til tveggja lúðra á Ímark verðlaunahátíðinni.

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Bretlandi

Þessa dagana eru fulltrúar frá íslenskum fyrirtækum og markaðsstofum landshlutanna á ferð um England og Skotland. Markmiðið er að skapa tengsl við breska ferðaskipuleggjendur og kynna þeim Ísland sem áfangastað.

Stockholm Furniture Fair sýningin fer vel af stað

Á. Guðmundsson, Bryndís Bolladóttir og Erla Sólveig Óskarsdóttir taka þátt í Stockholm Furniture Fair sýningunni sem stendur yfir fram á laugardag. Sýningin fór vel af stað og hefur íslensku hönnuninni verið sýndur mikill áhugi.

Íslandsstofa stóð fyrir fjölmiðlaferð á tökuslóðir Game of Thrones

Íslandsstofa skipulagði og stóð fyrir fjölmiðlaferð með HBO sjónvarpsstöðinni á tökuslóðir Game of Thrones í Mývatnssveit í síðustu viku. Fjölmennur hópur boðsgesta var þar með í för, m.a. 18 blaðamenn frá fjölmiðlum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Uppselt á vinnustofu um val á samstarfsaðilum á erlendum markaði

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofu á dögunum sem bar yfirskriftina „Val á samstarfsaðilum á erlendum markaði". Þar fór Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri Europartnership Itd, yfir ýmis atriði sem tengjast því að finna og velja umboðs- og dreifiaðila.

Ísland vinsælt í Finnlandi

Íslandsstofa stóð fyrir ferð á Matka ferðakaupstefnuna í Helsinki dagana 16-19. janúar. Alls tóku átta íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt og kynntu þjónustu sína, Elding, Keahótel, Íshestar, Terra Nova, Iceland Excursions, Iceland Travel, Reykjavík Excursions og Snæland Travel, auk Icelandair í Finnlandi.

Fjölmenni í sendiráðinu í Moskvu

Fjölmennt var í bústað Alberts Jónssonar, sendiherra í Moskvu, og Ásu konu hans í gær þar sem þau tóku á móti á áttunda tug rússneskra ferðaþjónustuaðila sem þangað voru komnir til fundar við fulltrúa íslenskrar ferðaþjónustu.

Samningur um Film in Iceland

Í gær undirrituðu iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu samning um að Íslandsstofa myndi áfram annast umsjón verkefnisins Film in Iceland.

Hollenskir fjárfestar með áform um ylræktarver fyrir tómata í Reykjanesbæ

Fjárfestingasvið Íslandsstofu, og áður Fjárfestingastofa, hefur lengi unnið að kynningu á möguleikum hér á landi til byggingar og reksturs ylræktarvera til framleiðslu á grænmeti til útflutnings. Sérstök áhersla hefur verið lögð á endurnýjanlega orku í því samhengi.

The Secret Life of Walter Mitty felur í sér ómetanlega landkynningu

Ísland er sögusvið kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty sem frumsýnd er nú í desember. Íslandsstofa hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20th Century Fox og erlenda fjölmiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar.