Loading…

Fréttasafn

Fyrirtækið Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

Fyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar.

Vetrarherferð Ísland - allt árið og framtíðarsýn í markaðssetningu rædd á fundi

Hátt í 60 manns mættu á upplýsinga- og vinnufund Ísland - allt árið síðastliðinn föstudag á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Markmið fundarins var að fara yfir stöðu vetrarherferðarinnar 2013-2014 ásamt áhuga og viðhorf þátttakenda til verkefnisins.

Íslandsstofa tilnefnd til verðlauna fyrir markaðssetningu á Íslandi

Íslandsstofa hefur verið tilnefnd fyrir góðan árangur í markaðsstarfi áfangastaða á Routes Europe sem er vettvangur fagaðila er tengjast flugmálum á einhvern hátt í Evrópu.

Ísland tekur þátt á ferðakaupstefnu í Moskvu

Íslandsstofa tók þátt í MITT ferðakaupstefnunni í Moskvu dagana 19. til 23. mars sl. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á þessari sýningu sem er ein stærsta sinnar tegundar í Evrópu.

Áhugaverð ráðstefna um þróun og áskoranir í matarferðamennsku

Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnu þann 20. mars sem bar yfirskriftina „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“ Á ráðstefnunni var fjallað um þróun matarferðamennsku, hérlendis og erlendis, og þau tækifæri og þær áskoranir sem í henni felast.

Mulier hlýtur sérstök verðlaun frá Íslandsstofu fyrir þátttöku í Gullegginu 2014

Fyrr í mánuðinum voru úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu tilkynnt en fyrirtækið Gracipe var kjörið sigurvegari keppninnar í ár. Þá hlaut undirfatafyrirtækið Mulier sérstök aukaverðlaun frá Íslandsstofu í formi útflutningsstuðnings að andvirði 250.000 kr.

TUR ferðakaupstefnan í Gautaborg að baki

Íslandsstofa stóð fyrir þátttöku á ferðakaupstefnunni TUR í Gautaborg dagana 20.-23. mars sl. Kaupstefnan fer fram árlega og þar koma saman ferðasöluaðilar víðsvegar að úr heiminum til að kynna áfangastaði sína.

Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um málefnið menningarlæsi í alþjóðaviðskiptum. Þar var m.a. farið yfir hvernig hægt er að láta menningarmun vinna með sér í stað þess að vera hindrun í samskiptum

Hugrakkasti ferðamaðurinn

Jennifer Asmundson frá Seattle í Bandaríkjunum hefur hlotið titilinn Hugrakkasti ferðamaðurinn. Hún var valin sigurvegari í leik sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir þar sem leitað hefur verið að hugdjörfum ferðalangi til þess að ferðast um landið í vikutíma undir fararstjórn rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum.

Sendinefnd frá Edmonton í heimsókn

Á mánudag stóð Íslandsstofa fyrir fundi þar sem rúmlega 20 manna sendinefnd frá Edmonton í Kanada fékk kynningu á íslensku atvinnulífi og rætt var um möguleika í samstarfi.