Loading…

Fréttasafn

Áhugaverð ráðstefna um þróun og áskoranir í matarferðamennsku

Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnu þann 20. mars sem bar yfirskriftina „Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?“ Á ráðstefnunni var fjallað um þróun matarferðamennsku, hérlendis og erlendis, og þau tækifæri og þær áskoranir sem í henni felast.

Mulier hlýtur sérstök verðlaun frá Íslandsstofu fyrir þátttöku í Gullegginu 2014

Fyrr í mánuðinum voru úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu tilkynnt en fyrirtækið Gracipe var kjörið sigurvegari keppninnar í ár. Þá hlaut undirfatafyrirtækið Mulier sérstök aukaverðlaun frá Íslandsstofu í formi útflutningsstuðnings að andvirði 250.000 kr.

TUR ferðakaupstefnan í Gautaborg að baki

Íslandsstofa stóð fyrir þátttöku á ferðakaupstefnunni TUR í Gautaborg dagana 20.-23. mars sl. Kaupstefnan fer fram árlega og þar koma saman ferðasöluaðilar víðsvegar að úr heiminum til að kynna áfangastaði sína.

Mikilvægi menningarlæsis í alþjóðaviðskiptum

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um málefnið menningarlæsi í alþjóðaviðskiptum. Þar var m.a. farið yfir hvernig hægt er að láta menningarmun vinna með sér í stað þess að vera hindrun í samskiptum

Hugrakkasti ferðamaðurinn

Jennifer Asmundson frá Seattle í Bandaríkjunum hefur hlotið titilinn Hugrakkasti ferðamaðurinn. Hún var valin sigurvegari í leik sem Inspired by Iceland hefur staðið fyrir þar sem leitað hefur verið að hugdjörfum ferðalangi til þess að ferðast um landið í vikutíma undir fararstjórn rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum.

Sendinefnd frá Edmonton í heimsókn

Á mánudag stóð Íslandsstofa fyrir fundi þar sem rúmlega 20 manna sendinefnd frá Edmonton í Kanada fékk kynningu á íslensku atvinnulífi og rætt var um möguleika í samstarfi.

Ísland heitt í Kanada

Í tilefni fjölgunar áfangastaða Icelandair í Vesturheimi efndi Íslandsstofa til vinnufunda í borgunum Vancouver, Calgary og Edmonton, í samvinnu við Icelandair.

Sendiherrar í París og Helsinki í heimsókn

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París og Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Helsinki verða til viðtals 13. og 14. mars nk.

Inspired by Iceland leitar að heimsins hugrakkasta ferðamanni

Leit stendur nú yfir að heimsins hugrakkasta ferðamanni. Það er Inspired by Iceland sem býður áhugafólki um Ísland óvenjulegt tækifæri til að kynnast landinu í gegnum ævintýralegt ferðalag þar sem leitað verður til rúmlega 100.000 fylgjenda Inspired by Iceland á samfélagsmiðlum til að stinga upp á áfangastöðum og afþreyingu.

Mikill áhugi á Íslandsferðum á Jótlandi

Íslandsstofa var með þjóðarbás á ferðasýningunni Ferie for alle sem haldin var í bænum Herning á Jótlandi dagana 21 - 23. febrúar sl.