Loading…

Fréttasafn

Tækifæri í austri rædd á ársfundi Íslandsstofu

Fjölmennt var á ársfundi Íslandsstofu sem fram fór á mánudag, en um 170 manns lögðu leið sína á Grand hótel af þessu tilefni. Á fundinum ræddu þeir Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, um uppbyggingu og tækifæri í Kína.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2013

Ársskýrsla Íslandsstofu er komin út. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2013.

Sjávarútvegssýningarnar í Brussel 6.- 8. maí

Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Expo Processing verða haldnar í Brussel dagana 6.-8. maí. Alls sýna 33 fyrirtæki undir hatti ICELAND, 15 fyrirtæki í véla, tækja og þjónustu hlutanum og 18 fyrirtæki í sjávarafurða hlutanum.

Spennandi starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema frá júní til desember 2014. Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn og vill afla sér reynslu, færi á að kynnast því fjölbreytta starfi sem unnið er í alþjóðlegri markaðssetningu hjá Íslandsstofu.

Horn leyndarmála sett upp á Keflavíkurflugvelli

Búið er að setja upp hljóðinnsetninguna "The Secret Horn" í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem leyndarmálum um Ísland er hvíslað í eyru ferðalanga. Hornið er hluti af vetrarherferð Inspired by Iceland, en það hefur áður verið sett upp við Konstablerwache-torg í Frankfurt þar sem þessi litríka hljóðinnsetning vakti mikla athygli vegfarenda og þýskra fjölmiðla.

Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík - skráning hefst 1. maí

Á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í kjölfar Vestnorden kaupstefnunnar sem haldin var í Nuuk á Grænlandi á síðasta ári. Sjáið niðurstöðurnar.

Fyrirtækið Meniga hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014

Fyrirtækið Meniga hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2014 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Meniga er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem er markaðsleiðandi í Evrópu á sviði heimilisfjármálahugbúnaðar.

Vetrarherferð Ísland - allt árið og framtíðarsýn í markaðssetningu rædd á fundi

Hátt í 60 manns mættu á upplýsinga- og vinnufund Ísland - allt árið síðastliðinn föstudag á Icelandair Hotel Reykjavik Natura. Markmið fundarins var að fara yfir stöðu vetrarherferðarinnar 2013-2014 ásamt áhuga og viðhorf þátttakenda til verkefnisins.

Íslandsstofa tilnefnd til verðlauna fyrir markaðssetningu á Íslandi

Íslandsstofa hefur verið tilnefnd fyrir góðan árangur í markaðsstarfi áfangastaða á Routes Europe sem er vettvangur fagaðila er tengjast flugmálum á einhvern hátt í Evrópu.

Ísland tekur þátt á ferðakaupstefnu í Moskvu

Íslandsstofa tók þátt í MITT ferðakaupstefnunni í Moskvu dagana 19. til 23. mars sl. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt á þessari sýningu sem er ein stærsta sinnar tegundar í Evrópu.