Loading…

Fréttasafn

Út í háræðarnar - vinnustofur í smærri borgum Skandinavíu

Íslandsstofa gekkst í vikunni fyrir röð vinnustofa í þremur borgum á Norðurlöndunum. Vinnustofurnar fóru fram dagana 5 - 7. maí í borgunum Þrándheimi, Gautaborg og Billund og heppnuðust vel.

Vel heppnuð fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja

Á þriðjudag lauk fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja um viðskipti hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum.

Ert þú innblásin af Íslandi?

Íslandsstofa leitar að tveimur verkefnisstjórum á svið ferðaþjónustu og skapandi greina. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí.

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið IRF vottun

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið vottun skv. ströngustu alþjóðlegu kröfum sem Iceland Responsible Fisheries (IRF) stendur fyrir. Vottunin er mikilvæg krafa á helstu markaðssvæðum Íslendinga fyrir gullkarfann, einkum í Þýskalandi.

Tækifæri í austri rædd á ársfundi Íslandsstofu

Fjölmennt var á ársfundi Íslandsstofu sem fram fór á mánudag, en um 170 manns lögðu leið sína á Grand hótel af þessu tilefni. Á fundinum ræddu þeir Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, um uppbyggingu og tækifæri í Kína.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2013

Ársskýrsla Íslandsstofu er komin út. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2013.

Sjávarútvegssýningarnar í Brussel 6.- 8. maí

Sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Expo Processing verða haldnar í Brussel dagana 6.-8. maí. Alls sýna 33 fyrirtæki undir hatti ICELAND, 15 fyrirtæki í véla, tækja og þjónustu hlutanum og 18 fyrirtæki í sjávarafurða hlutanum.

Spennandi starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema frá júní til desember 2014. Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn og vill afla sér reynslu, færi á að kynnast því fjölbreytta starfi sem unnið er í alþjóðlegri markaðssetningu hjá Íslandsstofu.

Horn leyndarmála sett upp á Keflavíkurflugvelli

Búið er að setja upp hljóðinnsetninguna "The Secret Horn" í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem leyndarmálum um Ísland er hvíslað í eyru ferðalanga. Hornið er hluti af vetrarherferð Inspired by Iceland, en það hefur áður verið sett upp við Konstablerwache-torg í Frankfurt þar sem þessi litríka hljóðinnsetning vakti mikla athygli vegfarenda og þýskra fjölmiðla.

Vestnorden ferðakaupstefnan í Reykjavík - skráning hefst 1. maí

Á dögunum voru birtar niðurstöður könnunar sem framkvæmd var í kjölfar Vestnorden kaupstefnunnar sem haldin var í Nuuk á Grænlandi á síðasta ári. Sjáið niðurstöðurnar.