Loading…

Fréttasafn

Hagsmunir ferðaþjónustunnar og vetrarherferð Ísland - allt árið

Í september verða haldnir fundir þar sem hagsmunaðilar í ferðaþjónustu koma saman til skrafs og ráðagerða og fjalla um brennandi mál í ferðaþjónustu. Á fundunum ætlar Íslandsstofa kynna áherslur í markaðssetningu erlendis og markaðsverkefnið Ísland- allt árið á komandi vetri og Samtök ferðaþjónustunnar mun fara yfir helstu hagsmunamál greinarinnar.

Ísland kynnt í Suðaustur-Asíu

Í dag lauk röð funda þar sem fram fór kynning á ferðaþjónustu á Íslandi í Suðaustur-Asíu. Fundirnir fóru fram í Hong Kong og Guangzhou í Kína og Taipei í Tævan.

Fjölbreytni á sýningarsvæði Íslands í Berlín

Lopapeysur og listaverk, Íslandsferðir og útflutningur á íslenska hestinum voru meðal þess sem íslensk fyrirtæki kynntu á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Berlín dagana 4.-11. ágúst.

Iceland Investment Forum

Framundan er málþing um erlenda beina fjárfestingu í London, þann 19. september.

Áfangaskýrsla Ísland - allt árið komin út

Út er komin áfangaskýrsla Ísland – allt árið fyrir veturinn 2012 – 2013. Í skýrslunni er hægt að kynna sér þær markaðsaðgerðir og áherslur sem framkvæmdar voru veturinn 2012 – 2013 og þau áhrif sem þær höfðu á íslenska ferðaþjónustu.

Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu - skýrslan komin út á íslensku

Í maí 2012 réð Íslandsstofa, með styrk frá verkefni um eflingu græna hagkerfisins, alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið PKF til að kortleggja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í heild (master mapping) og skoða tækifæri og þörf á beinum erlendum fjárfestingum í greininni.

Fjárfestingavaktin skilar skýrslu til ráðherra

Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Málþing um verktækni og orkumál í Berlín

Í tilefni opinberrar heimóknar forseta Íslands til Þýskalands efndu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Þýskalandi til málþings um verktækni og orkumál í Berlín í gær. Málþingið fór fram í húsakynnum Commerzbank en þar flutti forseti Íslands erindi og fulltrúar íslenskra verkfræði- og orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína.

Sendiherrar í heimsókn - fundir um viðskiptamöguleika

Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Nýju Delí, Hannes Heimisson, verðandi sendiherra Íslands í Tókýó, Stefán Skjaldarson, verðandi sendiherra í Pekíng, og Auðunn Atlason, verðandi sendiherra í Vín, verða til viðtals í byrjun júlí.

Ferðasýningar 2013-2014

Íslandsstofa hefur tekið saman lista yfir sýningar sem skipulagðar eru frá hausti 2013 til sumars 2014.