Loading…

Fréttasafn

Magnús Scheving heiðraður á Bessastöðum

Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, hlaut á fimmtudag sérstaka heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands við athöfn á Bessastöðum.

Truenorth hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014

Síðdegis í dag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, kvikmyndafyrirtækinu Truenorth Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2014 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Inspired by Iceland er kennslubókardæmi

Inspired by Iceland verður notað sem dæmi í 15. útgáfu af kennslubókinni Marketing Management eftir þá Philip Kotler og Kevin Lane Keller.

Vinnustofa í gerð viðskiptasamninga á alþjóðamarkaði

Íslandsstofa stóð á fimmtudag fyrir vinnustofu í gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði, en þar var farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar slíkir samningar eru gerðir.

Út í háræðarnar - vinnustofur í smærri borgum Skandinavíu

Íslandsstofa gekkst í vikunni fyrir röð vinnustofa í þremur borgum á Norðurlöndunum. Vinnustofurnar fóru fram dagana 5 - 7. maí í borgunum Þrándheimi, Gautaborg og Billund og heppnuðust vel.

Vel heppnuð fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja

Á þriðjudag lauk fundaröð Íslandsstofu og Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja um viðskipti hugbúnaðarfyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum.

Ert þú innblásin af Íslandi?

Íslandsstofa leitar að tveimur verkefnisstjórum á svið ferðaþjónustu og skapandi greina. Umsóknarfrestur er til og með 11. maí.

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið IRF vottun

Gullkarfaveiðar Íslendinga hafa hlotið vottun skv. ströngustu alþjóðlegu kröfum sem Iceland Responsible Fisheries (IRF) stendur fyrir. Vottunin er mikilvæg krafa á helstu markaðssvæðum Íslendinga fyrir gullkarfann, einkum í Þýskalandi.

Tækifæri í austri rædd á ársfundi Íslandsstofu

Fjölmennt var á ársfundi Íslandsstofu sem fram fór á mánudag, en um 170 manns lögðu leið sína á Grand hótel af þessu tilefni. Á fundinum ræddu þeir Victor Gao, forstöðumaður China National Association of International Studies og Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, um uppbyggingu og tækifæri í Kína.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2013

Ársskýrsla Íslandsstofu er komin út. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2013.