Loading…

Fréttasafn

Heildarúttekt á íslenskri ferðaþjónustu - skýrslan komin út á íslensku

Í maí 2012 réð Íslandsstofa, með styrk frá verkefni um eflingu græna hagkerfisins, alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið PKF til að kortleggja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu í heild (master mapping) og skoða tækifæri og þörf á beinum erlendum fjárfestingum í greininni.

Fjárfestingavaktin skilar skýrslu til ráðherra

Fjárfestingarvaktin, starfshópur sem skipaður var af iðnaðarráðherra í febrúar 2012 skilaði í dag tillögum til Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um úrbætur á samkeppnishæfni Íslands varðandi beina erlenda fjárfestingu og eflingu markaðs- og kynningarstarfs.

Málþing um verktækni og orkumál í Berlín

Í tilefni opinberrar heimóknar forseta Íslands til Þýskalands efndu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Þýskalandi til málþings um verktækni og orkumál í Berlín í gær. Málþingið fór fram í húsakynnum Commerzbank en þar flutti forseti Íslands erindi og fulltrúar íslenskra verkfræði- og orkufyrirtækja kynntu starfsemi sína.

Sendiherrar í heimsókn - fundir um viðskiptamöguleika

Guðmundur Eiríksson, sendiherra Íslands í Nýju Delí, Hannes Heimisson, verðandi sendiherra Íslands í Tókýó, Stefán Skjaldarson, verðandi sendiherra í Pekíng, og Auðunn Atlason, verðandi sendiherra í Vín, verða til viðtals í byrjun júlí.

Ferðasýningar 2013-2014

Íslandsstofa hefur tekið saman lista yfir sýningar sem skipulagðar eru frá hausti 2013 til sumars 2014.

Inspired by Iceland hlýtur hin virtu verðlaun Cannes Lion 2013

Inspired by Iceland var verðlaunað í tvígang þegar hin virtu Cannes Lion auglýsingaverðlaun voru veitt í 60. skipti í Frakklandi á sunnudag. Herferðin fékk tvenn bronsverðlaun fyrir notkun almannatengsla í vetrarátaki Inspired by Iceland þar sem ferðamenn voru beðnir um að stinga upp á lýsandi nafni fyrir Ísland í samræmi við upplifun sína af landinu.

Samstarf milli hugbúnaðarfyrirtækja skoðað á hraðstefnumóti

Líf og fjör einkenndi hraðstefnumót upplýsingatæknifyrirtækja á dögunum. Þangað komu 26 fyrirtæki sem áttu hvert um sig á milli níu til tíu örfundi en alls voru haldnir 125 fundir.

Fjölmiðlaferðir

Nú í vetur hefur Íslandsstofa tekið á móti fjölmörgum blaðamönnum og aðstoðað á einhvern hátt, yfir 600 blaðamenn á ársgrundvelli. Unnið er markvisst að því að skapa umfjöllun með fréttatilkynningum og hafa fréttir um Ísland m.a. verið birtar á CNN, Wall Street Journal, Katie Couric, Lonely Planet og BBC.

Sendinefnd frá Kína í heimsókn

Í liðinni viku kom 14 manna sendinefnd frá China Agricultural Wholesale Markets Association í heimsókn til Íslandsstofu. Hópurinn fékk kynningu á starfsemi stofunnar og á helstu þáttum íslensks atvinnulífs. Þá voru mikilvægi sjávarútvegsviðskipta milli Íslands og Kína rædd sérstaklega á fundinum.

Áhugavert erindi um franska markaðinn

Föstudaginn 7. júní stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um franska markaðinn fyrir sjávarafurðir. Fundurinn fór fram í Víkinni sjóminjasafni og var ágætlega sóttur af fulltrúum framleiðenda, sölufyrirtækja o.fl.