Loading…

Fréttasafn

Fríverslunarsamningur í Kína - greining á útflutningstækifærum

Fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Mikill áhugi ríkir á að skoða þau tækifæri sem samningurinn felur í sér.

Ráðstefna skapandi greina 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís.

Íslandsstofa bakhjarl Kokkalandsliðsins

Bakhjarlar íslenska Kokkalandsliðsins undirrituðu samstarfssamning við liðið í æfingahúsnæði þess að Bitruhálsi 2, þriðjudaginn 28. október.

Franski matarbloggarinn Hervé Palmieri heillaðist af Íslandi

Einn vinsælasti matarbloggari Frakklands, Hervé Palmieri, kom hingað til lands í um miðjan október til að kynna sér íslenskan mat og matarmenningu.

Spennandi starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 5 mánaða tímabil frá janúar fram í maí 2015 í 40% starfsnámi sem hentar vel með námi.

Tuttugu og fimm fyrirtæki sækja Íslandsdaga í Nuuk

Dagana 23. og 24. október verða haldnir Íslandsdagar í Nuuk á Grænlandi. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi viðburður fer fram og er þátttakan góð í ár líkt og undanfarin ár.

Tækifæri til að auka útflutning sjávarafurða til Brasilíu könnuð

Íslandsstofa skipulagði ferð viðskiptasendinefndar sjávarútvegsfyrirtækja til Brasilíu 14.-17. október en tilgangur ferðarinnar var að kanna möguleika á að auka útflutning sjávarafurða til Brasilíu.

Nýr áfangi Share the Secret, vetrarherferð markaðsverkefnisins Ísland – allt árið, hafinn með nýju myndbandi

Nýr áfangi vetrarherferðar markaðsverkefnisins Ísland – allt árið er í dag formlega kynntur en verkefnið hófst með birtingu á nýju myndbandi á vef Youtube. Myndbandinu hefur verið vel tekið og hefur þegar fengið hátt í 300 þúsund spilanir.

Fundaröð í Florida og New York

Íslandsstofa sá um fundaröð (Road Show) í Bandaríkjunum dagana 6.-10. október sl. Að þessu sinni voru íbúar Florída og fólk frá stórborgunum New York og New Jersey hvatt til að koma og upplifa snjó, norðurljós og víðáttur Íslands.

Fjölmennt á Vestnorden Travel Mart

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart var haldin í Laugardalshöll í síðustu viku. Fjölmargir þátttakendur, rúmlega 600 manns, sóttu ferðakaupstefnuna.