Loading…

Fréttasafn

Mörkun Íslands - kynningarfundur 24. nóvember

Hvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland? Hver er ímynd Íslands erlendis? Hvernig er hún metin?

Ítarleg umfjöllun um íslenska matarmenningu í einu stærsta dagblaði Þýskalands

Höfundur greinarinnar er þýski matarblaðamaðurinn Jakob Strobel y Serra sem kom hingað til lands um miðjan september í ferð sem var skipulögð af Íslandsstofu.

Metþátttaka frá Íslandi á World Travel Market í London

Íslandsstofa tók þátt í einni stærstu ferðasýningu heims, World Travel Market í London, dagana 3-6. nóvember sl. Aldrei hafa jafnmargir tekið þátt á sýningunni fyrir Íslands hönd en yfir 50 aðilar frá átján fyrirtækjum voru með í för.

Ísland með þjóðarbás á China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao

Aðsókn hefur verið mjög góð á sjávarútvegssýninguna China Fisheries & Seafood Expo sem lýkur í dag. þetta er í nítjánda sinn sem sýningin er haldin en Ísland hefur verið með þjóðarbás þar frá upphafi.

Vinnustofur í Suður Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 13.-17. október sl. á Spáni og Ítalíu.

Fríverslunarsamningur í Kína - greining á útflutningstækifærum

Fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands tók gildi 1. júlí síðastliðinn. Mikill áhugi ríkir á að skoða þau tækifæri sem samningurinn felur í sér.

Ráðstefna skapandi greina 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember í Bíó Paradís.

Íslandsstofa bakhjarl Kokkalandsliðsins

Bakhjarlar íslenska Kokkalandsliðsins undirrituðu samstarfssamning við liðið í æfingahúsnæði þess að Bitruhálsi 2, þriðjudaginn 28. október.

Franski matarbloggarinn Hervé Palmieri heillaðist af Íslandi

Einn vinsælasti matarbloggari Frakklands, Hervé Palmieri, kom hingað til lands í um miðjan október til að kynna sér íslenskan mat og matarmenningu.

Spennandi starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 5 mánaða tímabil frá janúar fram í maí 2015 í 40% starfsnámi sem hentar vel með námi.