Loading…

Fréttasafn

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Íslandsstofa tekur þátt í ýmsum ferðaviðburðum fyrir Íslands hönd á komandi mánuðum. Má þar nefna ferðasýningarnar MATKA í Helsinki, FITUR í Madrid og ITB í Berlín.

Vegna Ísland - allt árið

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.

Samskipti á ensku kennd á vinnustofu

Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sl. miðvikudag sem bar heitið „Lærðu að haga þér“ og fjallaði um siðareglur sem tíðkast í samskiptum í enskumælandi löndum.

Endurfundir „ÚH-ara"

Það var fjölbreyttur hópur sem var samankominn á Grand hótel í gær á fundi fyrrum „ÚH-ara“. Útflutningsverkefnið ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir.

Ísland er í 15. sæti yfir verðmætustu ímynd landa

Þetta kemur fram í rannsókn fyrirtækisins FutureBrand sem kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á fjölmennum fundi sem Íslandsstofa hélt 24. nóv.

Ísland vinsælast hjá lesendum Guardian

Íslands­stofa hlaut verðlaun á hátíð The Guar­di­an og Obser­ver í Aga­dir, Mar­okkó, um helg­ina. Full­trúi Íslands­stofu, Ingvar Örn Ingvars­son, tók á móti verðlaun­un­um en verðlaun­in eru veitt ár­lega í nokkr­um flokk­um á grunni les­enda­könn­un­ar dag­blaðsins The Guar­di­an til þeirra aðila er vinna að markaðssetn­ingu áfangastaða.

Viðskiptasendinefnd stödd í Níkaragva til að kynna sér jarðvarma

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir nú viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja á sviði verkfræði og orkumála til Níkaragva. Það er Íslandsstofa sem annast skipulagningu ferðarinnar í samvinnu við Iceland Geothermal

Nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi ræddar á fundi í Tókýó

Í liðinni viku fór fram ráðstefna í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi, á vegum íslenska verslunarráðsins í Japan og sendiráðs Íslands í Tókýó.

Ráðstefnan You Are in Control skapar nýjan samstarfsgrundvöll skapandi greina

Ráðstefna skapandi greina, You Are In Control (YAIC), var haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna í ár þar sem áhersla var lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina.

Tvö þúsund saltfiskkökur í portúgalska maga

Dagana 5. og 6. nóvember fór fram kynning á íslenskum saltfiski í norðurhluta Portúgal en hún er liður í markaðsverkefni Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda undir kjörorðinu smakkaðu og deildu (með þér) leyndarmáli íslenska saltfisksins.