Loading…

Fréttasafn

Fjölmenni á Grænlandsfundi

Það var þétt setinn bekkurinn á kynningarfundi um Grænland sem haldinn var þriðjudaginn 1. júlí.

Viðskiptasendinefnd frá Íslandi gerði góða ferð til Kína

Í tilefni þess að í dag 1. júlí tekur gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína skipulagði Íslandsstofa, í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kína og samtök heildsala á matvörumarkaði í Kína (CAWA), viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda til Peking.

Sendinefnd matvælafyrirtækja stödd í Kína

Í tilefni þess að um nk. mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína skipulagði Íslandsstofa í samstarfi við íslenska sendiráðið í Kína viðskiptasendinefnd íslenskra matvælaframleiðenda til Peking.

Útboð vegna Ísland - allt árið

Ríkiskaup annast útboð vegna hönnunarsamkeppni annars vegar, og fjölmiðlabirtinga hins vegar, vegna fyrirhugaðrar framlengingar verkefnisins Ísland - allt árið sem Íslandsstofa sér um framkvæmd á fyrir hönd verkefnisstjórnar.

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Íslandsstofa skipuleggur viðburði erlendis og þátttöku á ýmsum erlendum ferðasýningum og landkynningum. Meðfylgjandi er listi yfir þær ferðasýningar og vinnustofur sem Íslandsstofa stefnir að þátttöku í frá hausti 2014 fram til vors 2015.

Peter Greenberg verður aðalfyrirlesari Vestnorden ferðakaupstefnunnar

Peter Greenberg verður aðalfyrirlesari á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin verður í Reykjavík dagana 30. september – 1. október. Greenberg er einn virtasti ferðablaðamaður samtímans, en hann hefur meðal annars unnið til Emmy verðlauna fyrir ferðaþætti sína.

Mikilvægi nýsköpunar rætt í Háskólanum í Reykjavík

Íslandsstofa kom að skipulagi Nýsköpunartorgsins sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík sl. föstudag og laugardag. Um var að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynntu árangur sinn í nýsköpun.

Betri svefn fær verðlaun fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina

Það voru Gunnar Jóhannsson og teymi hans í Betri svefn sem báru sigur úr býtum fyrir bestu markaðs- og aðgerðaráætlunina við áfangalok í útflutningsverkefninu ÚH á dögunum.

Portúgölsk saltfiskuppskrift varð að draumaferð til Íslands

Ungt par frá Portúgal, þau Rute Arsénio og Bruno Sequeira, heimsótti Ísland í fyrsta skipti fyrr í þessum mánuði. Íslandsferðina hlutu þau í vinning fyrir bestu saltfiskuppskriftina í uppskriftasamkeppni í tengslum við markaðsverkefni sem Íslandsstofa stendur fyrir í samstarfi við saltfiskframleiðendur.

Magnús Scheving heiðraður á Bessastöðum

Magnús Scheving, stofnandi Latabæjar, hlaut á fimmtudag sérstaka heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands við athöfn á Bessastöðum.