Loading…

Fréttasafn

Fjölsóttur fundur um fjármögnun grænna verkefna

Fjölmennt var á kynningarfundi um norræna verkefnaútflutningssjóðinn Nopef og norræna umhverfisfjármögnunarfélagið NEFCO sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í síðustu viku.

Útflutningsverðmæti íslenskra hrossa vekur athygli

Samkvæmt starfsskýrslu Matvælastofnunnar (MAST), nam útflutningur íslenskra hrossa um 10 milljörðum króna sl. áratug.

Loftslagsmálin rædd á málstofu ábyrgrar ferðaþjónustu

Á málstofu hvatningarverkefnisins Ábyrg ferðaþjónusta sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík í morgun var kynnt niðurstaða könnunar sem gerð var á meðal þátttakenda í verkefninu ári eftir að það hófst.

Vel heppnað indverskt-íslenskt viðskiptaþing

Hátt á annað hundrað gesta sótti indverskt-íslenskt viðskiptaþing sem haldið var í tilefni af opinberri heimsókn Ram Nath Kovind, forseta Indlands, hingað til lands á dögunum.

Áhugi á frekari útflutningi hjá fyrirtækjum í álklasanum

Tækifæri í loftslagsvænum afurðum, en bæta þarf samkeppnishæfni Íslands á ýmsum sviðum segir í nýútkominni skýrslu

Saltfiskvikan farin af stað - stendur til 15. september

Saltfiskvikan er komin af stað en hún hófst formlega á settum degi með viðburði í Salt Eldhúsi á dögunum. Vikan er haldin um land allt og stendur til 15. september nk.

Aukin viðskipti Íslands og Bandaríkjanna: Skráning

Íslandsstofa mun halda utan um skipulag og aðkomu íslenskra fyrirtækja í tengslum við áhersluna um að efla viðskipti og fjárfestingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Við viljum vita ef fyrirtæki hafa áhuga á að nýta sér þjónustu okkar.

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda sérfræðinga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, opnaði í hádeginu í dag í húsakynnum Alvotech nýjan upplýsingavef, Work in Iceland, sem er stórt skref á þeirri vegferð að laða erlenda sérfræðinga til Íslands í sérfræði- og hátæknistörf.

Saltfiskvika fram undan um allt land - „gleymda“ sælkeravaran

Blásið er til Saltfiskviku á veitingastöðum hringinn í kringum landið dagana 4. – 15. september nk.

Erlendir söluaðilar á ferðum til Íslands bjartsýnir á veturinn

Erlendir söluaðilar á ferðum til Íslands segja bókunarstöðu ársins betri en á sama tíma fyrir ári auk þess sem þeir eru bjartsýnni á bókanir fyrir komandi vetrartímabili. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem Íslandsstofa lagði fyrir í júní sl.