Loading…

Fréttasafn

Fjöldi íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningu í Brussel

Yfir 30 íslenskir aðilar taka þátt á sjávarútvegssýningunum í Brussel sem standa yfir þessa dagana. Þar kynna þeir ýmsar nýjungar enda mikil sókn í íslenskum sjávarútvegi um þessar mundir. Um 25 þúsund gestir sækja sýninguna að jafnaði heim.

Erlendir meistaranemar vinna markaðsverkefni fyrir Íslandsstofu

Íslandsstofa fékk í síðastliðinni viku heimsókn meistaranema frá Cass Business School í London sem unnu að markaðsverkefni fyrir svið iðnaðar og þjónustu.

Almannatengsl í upphafi árs

Markaðsverkefni um íslenska hestinn ýtt úr vör

Hagsmunaaðilar hafa tekið höndum saman, ásamt Íslandsstofu, um að marka stefnu og gera aðgerðaáætlun sem hefur það að markmiði að styrkja ímynd íslenska hestsins með samhæfðum skilaboðum, markaðsaðgerðum og kynningarstarfi.

Markaðsfundir Ísland - allt árið

Markaðsfundir eru haldnir annan hvern mánuð og er aðeins ætlaðir þátttakendum Ísland – allt árið.

Zymetech hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Ágústa Guðmundsdóttir prófessor við HÍ og rannsóknastjóri Zymetech veitti verðlaununum viðtöku.

Spænskir blaðamenn upplifa íslenska matarmenningu

Á dögunum komu hingað til lands tveir virtir matarblaðamenn frá Madrid á Spáni, hjónin Jose Carlos Capel og Julia Perez Lozano.

TUR Ferðamessan

Íslandsstofa tók þátt í TUR ferðamessunni í Gautaborg þann 19.-22. Mars síðastliðinn.

Fjölmenni á íslenska þjóðarbásnum í Boston

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Boston sem fór fram dagana 15.-17. mars. Níu aðilar kynntu afurðir sínar og þjónustu á þjóðarbás Íslands á Seafood Expo North America.

Ísland kynnt sem áfangastaður á ferðasýningu í Rússlandi

Ísland tekur nú í fyrsta sinn fullan þátt í MITT ferðakaupstefnunni sem fram fer í Moskvu þessa dagana. Þar var Ísland valið sem besti áfangastaðurinn fyrir „Activity Travel“.