Loading…

Fréttasafn

Ísland á jarðhitaráðstefnu í Melbourne

Jarðhitaráðstefnan World Geothermal Congress fór fram í Melbourne Ástralíu dagana 19. – 24. apríl sl. Ellefu íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma tóku þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði.

Sendiherra Uruguay til viðtals 13. maí

Sendiherra Uruguay á Íslandi með aðsetur í London, Hr. Fernando López Fabregat, verður staddur á Íslandi dagana 11.- 15. maí nk. Sendiherrann hefur lýst yfir miklum áhuga á að hitta að máli hugsanlega fjárfesta, vöruinnflytjendur og aðra sem kynnu að hafa áhuga á að koma á viðskiptatengslum milli Íslands og Uruguay.

Stjórnarformaður Íslandsstofu varar við Hornstrandar-heilkenninu

Það er nauðsynlegt að hagsmunaaðilar standi saman um æskilegar lausnir til að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, að öðrum kosti gæti Ísland í heild sinni staðið frammi fyrir svipuðum örlögum og Hornstrandir, sagði Vilborg Einarsdóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, í ávarpi á ársfundi Íslandsstofu 28. apríl sl.

Kortlagning á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði

Þessa dagana stendur yfir kortlagning Íslandsstofu á fyrirtækjum í heilbrigðisiðnaði. Lögð verður áhersla á fyrirtæki sem eru í útflutningi, eða stefna á útflutning á næstu tveimur árum.

Myndband af störfum Íslandsstofu árið 2014 og ársskýrsla

Ársfundur Íslandsstofu fór fram 28. apríl sl. að viðstöddum um 180 gestum. Á fundinum var m.a. sýnt myndband sem segir frá starfsemi stofunnar árið 2014 í máli og myndum.

Ísland – allt árið kynnir landið með nýrri mannlegri leitarvél

Nýjasti áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hófst þriðjudaginn 28. apríl með kynningu á nýjung í íslenskri ferðaþjónustu, leitarvélinni Ask Gudmundur. Hún hefur þá sérstöðu fram yfir aðrar leitarvélar að vera mennsk.

Una skincare þótti skara framúr

Á ársfundi Íslandsstofu fyrr í dag hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

Íslensk ferðaþjónusta kynnt víða

Starfsfólk Íslandsstofu hefur verið á ferð og flugi við að kynna Ísland á erlendri grund undanfarna mánuði.

Verið velkomin á ársfund Íslandsstofu

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl kl. 11-13 á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður fjölbreytt dagskrá en þar munu m.a. utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, og Colm Ó Floinn, forstöðumaður í utanríkis- og viðskiptaráðuneyti Írlands, vera með erindi.

Ísland kynnt í Kína

Yfir 300 ferðaþjónustuaðilar í Kína fengu kynningu á Íslandi og Grænlandi sem áfangastað dagana 12.- 17. apríl.