Loading…

Fréttasafn

Viljayfirlýsing undirrituð um samstarf við Shenzhen í Kína

Í síðustu viku komu aðilar frá borginni Shenzhen í Kína á fund Íslandsstofu, ásamt Arild Blixrud, fyrrum framkvæmdastjóra Norska útflutningsráðsins. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna áætlanir um norrænt viðskiptasetur í Shenzhen-borg í Kína.

Fulltrúar Íslands í Norðurlandakeppni í matreiðslu

Klúbbur matreiðslumeistara sendi sex keppendur til leiks í Norðurlandakeppni kokka og alþjóðlegar fagkeppnir (Global Chefs), sem standa yfir þessa dagana í Álaborg í Danmörku

Vinnu við markaðsverkefni íslenska hestsins miðar vel

Upptaka frá kynningar- og samráðsfundi vegna markaðssetningar íslenska hestsins þann 27. maí sl. er nú aðgengileg á vefnum.

Góður samhljómur á ráðstefnu um útflutning matvæla

Samstarfsvettvangurinn Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnu um útflutningsmál þann 21. maí og bar hún yfirskriftina „Útflutningur matvæla – til mikils að vinna“. Ráðstefnan var vel sótt og mörg áhugaverð erindi voru flutt, þ.á.m. reynslusögur íslenskra matvælaútflytjenda.

Vel sóttir fundir um tækifæri í viðskiptum Íslands og Kína

Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Kína stóðu nýverið fyrir tveimur fundum um málefni tengd viðskiptum Íslands og Kína.

Áfangastaðurinn Ísland – upplýsingafundir um land allt

Síðastliðna viku hélt Íslandsstofu í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna upplýsingafundi um samstarf og markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi.

Spænskir matreiðslunemar kynnast söltuðum þorskafurðum frá Íslandi

Þann 19. maí sl. fór fram kynning á framleiðslu og matreiðslu á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi í CSHM kokkaskólanum í Madrid.

Markaðsstarf tengt íslenska hestinum erlendis

Markaðsverkefni um íslenska hestinn hefur verið ýtt úr vör með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni.

Skýrslur um Ísland – allt árið komnar á vefinn

Á vef Íslandsstofu má nú finna nýjustu áfangaskýrslu Ísland – allt árið fyrir tímabilið september 2013 til desember 2014.

Icelandair Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015

Síðastliðinn föstudag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, fyrirtækinu Icelandair Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.