Loading…

Fréttasafn

Útflutningsþjónusta fyrir áliðnaðinn

Íslandsstofa bauð nýverið meðlimum Álklasans í kaffispjall þar sem kynnt var sú fjölbreytta útflutningsþjónusta sem er í boði fyrir fyrirtæki klasans sem stofnaður var síðastliðið sumar.

Ísland í sviðsljósinu í Madrid

Þann 24. september sl. fór fram ráðstefna í Madrid sem bar heitið Ísland sem markaður – Ísland sem áfangastaður.

Útvistun - Er Ísland samkeppnishæft?

Fulltrúi bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Scott Madden Inc. kom til landsins á dögunum og hélt kynningu á niðurstöðum úttektar á samkeppnishæfni Íslands varðandi alþjóðlega útvistun.

Íslensk matvæli kynnt á Borough Market í London

Dagana 7.-10. október nk. munu 14 íslenskir matvælaframleiðendur kynna vörur sínar á einum elsta og virtasta matarmarkaði Lundúna, Borough Market. Gestir markaðarins leggja mikla áherslu á gæði og uppruna matvæla og því ættu íslensku vörurnar að falla vel í kramið hjá þeim.

Raddir frá Íslandi áberandi á bókamessunni í Gautaborg

Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 24.-27. september sl. þar sem Íslendingar voru með eitt af aðalhlutverkunum með dagskránni Raddir frá Íslandi. Fimmtán íslenskir rithöfundar tóku þátt.

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í JATA í Japan

Dagana 24.-27. september var Íslandsstofa með þjóðarbás á JATA (Japan Association of Travel Agents) sýningunni í Tókýó, í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Japan og dregur að tugi þúsund gesta ár hvert.

Vestnorden í Færeyjum 2015 og á Íslandi 2016

Íslandsstofa tók þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var dagana 22.-24. september í Færeyjum. Fjöldi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja tók að venju þátt í kaupstefnunni sem er einn af stærri viðburðum ár hvert fyrir ferðaþjónustuna. Þetta árið tóku um 70 íslensk fyrirtæki þátt og í heildina frá öllum löndum yfir 100 ferðaþjónustufyrirtæki.

Ferðaþjónusta morgundagsins - fundur í Hörpu 6. október

Íslandsstofa og Capacent boða til fundar um strauma og stefnur í ferðaþjónustu þriðjudaginn 6. október nk. Farið verður yfir þá strauma (trends) sem hafa áhrif á ferðamenn morgundagsins og hvernig þeir tengjast ferðaþjónustu á Íslandi.

Ísland tekur þátt í norrænni matarhátíð í New York

Íslandsdagurinn er 26. september en þá er fjölbreytt dagskrá, fyrirlestrar, matur og tónlistaratriði.

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals

Miðvikudaginn 30. september verða viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals á Grand hótel Reykjavík. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta fyrirtæki og efla samstarfið.