Loading…

Fréttasafn

Sjö íslensk fyrirtæki taka þátt í JATA í Japan

Dagana 24.-27. september var Íslandsstofa með þjóðarbás á JATA (Japan Association of Travel Agents) sýningunni í Tókýó, í samstarfi við sendiráð Íslands í Tókýó. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Japan og dregur að tugi þúsund gesta ár hvert.

Vestnorden í Færeyjum 2015 og á Íslandi 2016

Íslandsstofa tók þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var dagana 22.-24. september í Færeyjum. Fjöldi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja tók að venju þátt í kaupstefnunni sem er einn af stærri viðburðum ár hvert fyrir ferðaþjónustuna. Þetta árið tóku um 70 íslensk fyrirtæki þátt og í heildina frá öllum löndum yfir 100 ferðaþjónustufyrirtæki.

Ferðaþjónusta morgundagsins - fundur í Hörpu 6. október

Íslandsstofa og Capacent boða til fundar um strauma og stefnur í ferðaþjónustu þriðjudaginn 6. október nk. Farið verður yfir þá strauma (trends) sem hafa áhrif á ferðamenn morgundagsins og hvernig þeir tengjast ferðaþjónustu á Íslandi.

Ísland tekur þátt í norrænni matarhátíð í New York

Íslandsdagurinn er 26. september en þá er fjölbreytt dagskrá, fyrirlestrar, matur og tónlistaratriði.

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals

Miðvikudaginn 30. september verða viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands erlendis til viðtals á Grand hótel Reykjavík. Viðskiptafulltrúarnir koma til landsins á vegum Íslandsstofu til að hitta fyrirtæki og efla samstarfið.

Viltu ná árangri á erlendum markaði? Skráðu fyrirtækið þitt í ÚH verkefnið

Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) er útflutningsverkefni sem er sniðið að þörfum fyrirtækja sem stefna að útflutningi, eða hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt. Verkefnið er nú haldið 26. árið í röð.

Ertu í matvælageiranum? Taktu frá 28. september eftir hádegi

Íslandsstofa boðar til fundar með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu, mánudaginn 28. septemer kl. 14 á Grand hótel Reykjavík. Meðal efnis er kynning á kortlagningarvinnu sem Íslandsstofa lét gera.

Ísland tekur þátt á BETT sýningunni í London

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í BETT sýningunni sem haldin verður dagana 20.- 23. janúar 2016 í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar og er eingöngu fyrir fagaðila (B2B).

Umhverfislæsi mikilvæg í gerð kynningarefnis um Ísland

Fimmtudaginn 10. september sl. var haldinn umræðufundur um umhverfislæsi í kynningar- og upplýsingaefni fyrir erlenda markaði. Á fundinn mættu um 60 manns til að hlýða á þau áhugaverðu erindi sem þar voru flutt.

Efla tengslanet í erlendri markaðssókn

Nýverið stóð Íslandsstofa fyrir hádegisverðarfundi með aðilum sem hafa frá upphafi tekið þátt í útflutningsverkefninu ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur).