Loading…

Fréttasafn

Endurfundir „ÚH-ara"

Það var fjölbreyttur hópur sem var samankominn á Grand hótel í gær á fundi fyrrum „ÚH-ara“. Útflutningsverkefnið ÚH (Útflutningsaukning og hagvöxtur) fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir.

Ísland er í 15. sæti yfir verðmætustu ímynd landa

Þetta kemur fram í rannsókn fyrirtækisins FutureBrand sem kynnti niðurstöður rannsóknar sinnar á fjölmennum fundi sem Íslandsstofa hélt 24. nóv.

Ísland vinsælast hjá lesendum Guardian

Íslands­stofa hlaut verðlaun á hátíð The Guar­di­an og Obser­ver í Aga­dir, Mar­okkó, um helg­ina. Full­trúi Íslands­stofu, Ingvar Örn Ingvars­son, tók á móti verðlaun­un­um en verðlaun­in eru veitt ár­lega í nokkr­um flokk­um á grunni les­enda­könn­un­ar dag­blaðsins The Guar­di­an til þeirra aðila er vinna að markaðssetn­ingu áfangastaða.

Viðskiptasendinefnd stödd í Níkaragva til að kynna sér jarðvarma

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiðir nú viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja á sviði verkfræði og orkumála til Níkaragva. Það er Íslandsstofa sem annast skipulagningu ferðarinnar í samvinnu við Iceland Geothermal

Nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi ræddar á fundi í Tókýó

Í liðinni viku fór fram ráðstefna í Tókýó um nýsköpun og fjárfestingar á Íslandi, á vegum íslenska verslunarráðsins í Japan og sendiráðs Íslands í Tókýó.

Ráðstefnan You Are in Control skapar nýjan samstarfsgrundvöll skapandi greina

Ráðstefna skapandi greina, You Are In Control (YAIC), var haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3. og 4. nóvember. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna í ár þar sem áhersla var lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina.

Tvö þúsund saltfiskkökur í portúgalska maga

Dagana 5. og 6. nóvember fór fram kynning á íslenskum saltfiski í norðurhluta Portúgal en hún er liður í markaðsverkefni Íslandsstofu og Íslenskra saltfiskframleiðenda undir kjörorðinu smakkaðu og deildu (með þér) leyndarmáli íslenska saltfisksins.

Mörkun Íslands - kynningarfundur 24. nóvember

Hvað kemur upp í huga fólks á alþjóðlegum vettvangi, þegar það hugsar um Ísland? Hver er ímynd Íslands erlendis? Hvernig er hún metin?

Ítarleg umfjöllun um íslenska matarmenningu í einu stærsta dagblaði Þýskalands

Höfundur greinarinnar er þýski matarblaðamaðurinn Jakob Strobel y Serra sem kom hingað til lands um miðjan september í ferð sem var skipulögð af Íslandsstofu.

Metþátttaka frá Íslandi á World Travel Market í London

Íslandsstofa tók þátt í einni stærstu ferðasýningu heims, World Travel Market í London, dagana 3-6. nóvember sl. Aldrei hafa jafnmargir tekið þátt á sýningunni fyrir Íslands hönd en yfir 50 aðilar frá átján fyrirtækjum voru með í för.