Loading…

Fréttasafn

Íslandsstofa á ferðasýningunni Vakantiebeurs í Hollandi

Íslandsstofa skipulagði þátttöku fimm fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Hollandi dagana 13.-18. janúar sl.

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sækja Varsjá og Tallin heim

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í borgunum Varsjá í Póllandi og Tallinn í Eistlandi í síðustu viku. Átta íslensk fyrirtæki tóku þátt.

Ísland valið áfangastaður ársins á MATKA ferðakaupstefnunni í Finnlandi

Stærsta ferðakaupstefna Norður Evrópu, MATKA, hófst í morgun í Finnlandi. Ísland var þar valið sem erlendur áfangastaður ársins af samtökum finnskra ferðablaðamanna (Finnish Guild of Travel Journalists), sem í eru 60 helstu ferðablaðamenn Finnlands.

Mikil aukning á útflutningi sjávarafurða til Bandaríkjanna á síðustu árum

Á kynningarfundi sem Íslandsstofa hélt um útflutning á sjávarafurðum kom m.a. fram að mikil aukning hefur orðið á útflutningi frá Íslandi inn á bandaríska markaðinn á síðustu tveimur árum.

Bretar tilnefna Ísland sem einn af aðal áfangastöðunum 2015

Áfangastaðurinn Ísland var mjög áberandi í breskum miðlum í desember en sá mánuður er að jafnaði fyrirferðarmikill í umfjöllun þar sem þá er farið yfir árið og jafnframt horft til mest spennandi áfangastaðanna 2015.

„Ísland - allt árið“ heldur áfram næstu tvö árin

Þátttakendur í Ísland - allt árið eru á einu máli um þann ávinning sem verkefnið hefur skilað hingað til og vænta mikils af samstarfinu næstu tvö árin.

Kynningarfundur um upprunamerkingar

Þann 11. desember sl. stóð Íslandsstofa fyrir kynningarfundi um upprunamerkingar þar sem Marie Christine Monfort hjá Marketing Seafood í Frakklandi fór yfir áhrif nýrrar reglugerðar ESB um merkingar á lagarafurðum og lagareldisafurðum.

Ferðasýningar og vinnustofur framundan

Íslandsstofa tekur þátt í ýmsum ferðaviðburðum fyrir Íslands hönd á komandi mánuðum. Má þar nefna ferðasýningarnar MATKA í Helsinki, FITUR í Madrid og ITB í Berlín.

Vegna Ísland - allt árið

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að veita á næstu tveim árum allt að 200 milljónum króna á ári til verkefnisins, enda sé samanlagt framlag annarra þátttakenda ekki lægri fjárhæð. Því er nú stefnt að gerð nýs samnings fyrir árin 2015 og 2016 en núgildandi samningur rennur út í lok þessa árs.

Samskipti á ensku kennd á vinnustofu

Uppselt var á vinnustofu Íslandsstofu sl. miðvikudag sem bar heitið „Lærðu að haga þér“ og fjallaði um siðareglur sem tíðkast í samskiptum í enskumælandi löndum.