Loading…

Fréttasafn

„Bullandi tækifæri í Víetnam“

Í tilefni opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Víetnam skipulagði Íslandsstofa, í samvinnu við Viðskiptaráð Víetnam (Vietnam Chamber of Commerce), tvö málþing í borgunum Hanoi og HoChiMinh, annars vegar á sviði endurnýjanlegrar orku og hins vegar á sviði stjórnunar og tæknimála í sjávarútvegi.

Ísland tekur þátt á sjávarútvegssýningu í Kína í 20. sinn

Ísland er með þjóðarbás á sjávarútvegssýningunni í Quingdao í Kína, en sýningunni lýkur í dag. Þetta er í 20. sinn sem sýningin er haldin og hefur Ísland verið með frá upphafi.

Fundur á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla

Íslandsstofa boðar til fundar á Ísafirði með framleiðendum og útflytjendum matvæla og öðrum þeim sem áhuga hafa á málefninu fimmtudaginn 12. nóvember kl. 10:30-12:00 Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Metþátttaka Íslendinga á World Travel Market og Guðmundur vinnur til verðlauna

Fjöldi gesta hefur heimsótt bás Íslandsstofu sem sér um þátttöku 23 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja á ferðasýningunni World Travel Market í London. Herferðin Ask Guðmundur sigraði í samkeppni á staðnum um bestu herferðir á samfélagsmiðlum á árinu 2015 í ferðaþjónustu.

Guðmundur í París og London

Þessa dagana er Guðmundur, mennska leitarvélin frá Íslandi, að ferðast um Evrópu og svara spurningum um Ísland.

Matreiðslunemar á Spáni kynnast leyndarmálum "Bacalao de Islandia"

Í liðinni viku stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á söltuðum þorskafurðum frá Íslandi (Bacalao de Islandia) í CSHM kokkaskólanum í Valencia. Kynningin í skólanum er liður í markaðsverkefni sem Íslandsstofa vinnur í samstarfi við íslenska fiskframleiðendur og útflytjendur.

Fimm íslensk sprotafyrirtæki kynna verkefni sín í Helsinki

Hópur aðila úr viðskiptalífinu, fulltrúar sprotafyrirtækja, aðilar úr stuðningsumhverfinu og frá ráðuneytum fara í viðskiptaferð til Helsinki dagana 11. og 12. nóvember nk. þar sem sótt verður tækni- og fjárfestaráðstefnan Slush.

Samgöngumál í brennidepli á kaupstefnu á Grænlandi

Fulltrúar íslenskra fyrirtækja sóttu kaupstefnu í Nuuk á Grænlandi dagana 26. og 27. október sl. Tilgangur ferðarinnar var að auka viðskiptatengsl milli landanna, en einnig að kynna íslenskar vörur fyrir grænlenskum almenningi.

Sameiginlegur fundur um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis

Íslandsstofa og samtök um Heilsuferðaþjónustu stóðu fyrir umræðufundi um heilsuferðaþjónustu og markaðssetningu erlendis á Nauthól föstudaginn síðasta.

Íslandsstofa kynnti umhverfisvænar lausnir á sýningunni World Efficiency

Umhverfisvænar lausnir voru í brennidepli á vörusýningunni World Efficiency sem haldin var í París í vikunni. Íslandsstofa var með bás á sýningunni tileinkaðan lausnum frá íslenskum fyrirtækjum í sjávarklasanum.