Loading…

Fréttasafn

Sjávarútvegssýningin í Boston 15.-17. mars

Mánudaginn 16. mars kl. 15-16.30 verður haldinn kynningarfundur á sjávarútvegssýningunni í Boston undir yfirskriftinni "Quality and responsibility all the way to market".

Uppselt á vinnustofu um gerð viðskiptasamninga

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu fyrr í vikunni sem bar heitið „Gerð viðskiptasamninga á erlendum markaði“.

Markaðsverkefni fyrir iðnaðar- og þjónustufyrirtæki

Íslandsstofa hefur, í samstarfi við fyrirtæki og stuðningsumhverfið, hafið sérstakt markaðsverkefni sem miðar að því að auka stuðning við iðnaðar og þjónustufyrirtæki við útflutning.

Ferskir vindar frá Íslandi í Barcelona

Dagana 18.-19. febrúar fór fram viðamikil Íslandskynning í Barcelona þar sem áherslan var á að kynna ferðaþjónustu, saltfiskafurðir, nýsköpun tengda sjávarafurðum og bókmenntir.

Samstarf Íslandsstofu við erlenda fjölmiðla

Almannatengslastarf Íslandsstofu innan ferðaþjónustu og skapandi greina fór af stað með miklum krafti í byrjun árs. Árstíminn hefur í för með sér fjölda hátíða sem eru fjölsóttar af fjölmiðlum sem Íslandsstofa aðstoðar við að koma til landsins til að kynna sér menningu og skemmtun.

Íslandsstofa og Landsbankinn í samstarf

Á dögunum undirrituðu Íslandsstofa og Landsbankinn styrktarsamning vegna útflutningsverkefnisins ÚH. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðargráðum sem vilja vinna að þróun viðskiptahugmyndar og í framhaldinu ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði.

Viltu bæta frammistöðu á erlendum mörkuðum?

Vinnustofa um kynningar á vöru og þjónustu á erlendum mörkuðum verður haldin miðvikudaginn 11. mars á Grand Hótel. Er henni ætlað að nýtast bæði fyrirtækjum sem vinna að stofnun nýrra viðskiptatengsla og þeim vilja bæta enn frekar þjónustu sína og sölutækni.

Samstarf fyrirtækja og nemenda í meistaranámi

Meistaranemar við Háskóla Íslands vinna með fulltrúum fyrirtækja í útflutningsverkefni Íslandsstofu að áætlun um að markaðssetja fyrirtækið og afurðir þess á erlendum markaði.

Íslensk ferðaþjónusta og saltfiskur í Madrid

Íslandsstofa skipulagði þátttöku sjö ferðaþjónustufyrirtækja á ferðasýningunni Fitur sem haldin var í Madrid dagana 28. janúar – 1. febrúar sl.

Menningarlæsi mikilvægur þáttur í alþjóðaviðskiptum

Íslandsstofa stóð á dögunum fyrir vinnustofu um menningarlæsi á erlendum markaði. Þar voru skoðuð ýmis atriði sem hafa þarf í huga í viðskiptum við fólk af ólíkum uppruna.