Loading…

Fréttasafn

Ísland í forgrunni á 50 ára afmælisári ITB ferðasýningarinnar

Mikið var um að vera á bás Íslandsstofu á ferðasýningunni ITB í Berlín dagana 9.-13. mars sl. þar sem Ísland var kynnt undir merkjum Inspired by Iceland.

Áhugakönnun á viðskiptasendinefnd til Írans

Þar sem felldar hafa verið niður viðskiptahindranir gagnvart Íran hefur Íslandsstofa, í samvinnu við utanríkisráðuneytið, ákveðið að skoða möguleika á viðskiptasendinefnd til Írans. Markmiðið er að kanna viðskiptaumhverfi landsins og möguleika íslenskra fyrirtækja á að stofna til viðskipta þar.

Verðandi matreiðslumeistarar í Barcelona kynnast íslenska þorskinum

Kynning á söltuðum íslenskum þorski var haldin í CETT, sem er matreiðslu-, hótel- og ferðamálaskóli í Barcelona og í hópi virtari skóla á þessu sviði í Katalóníu á Spáni. Kynningin er hluti af markaðsverkefninu „Saltaðar þorskafurðir í Suður Evrópu“.

Ársfundur Íslandsstofu verður 19. apríl - taktu daginn frá!

Ársfundur Íslandsstofu verður haldinn þriðjudaginn 19. apríl á Grand hótel Reykjavík kl. 11-13. Gestafyrirlesari er Anne Lise Kjaer sem fjallar um helstu strauma og stefnur (trends) sem munu einkenna líf okkar næstu ár og jafnvel áratugi.

Áttu erindi við viðskiptafulltrúa Íslands í Þýskalandi?

uth Bobrich, viðskiptafulltrúi Íslands í Berlín verður til viðtals þriðjudaginn 15. mars nk. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.

Spennandi starfsnám á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 100% starfshlutfall frá júní til loka ágúst og svo 40% starfshlutfall sem hentar vel með námi frá september til desember 2016.

Verðmætaaukning í útflutningi matvæla með hönnun og uppbyggingu vörumerkis

Íslandsstofa boðar til morgunverðarfundar fimmtudaginn 17. mars nk., í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Á fundinum verður fjallað um hvernig nýta megi hönnun og vörumerkjauppbyggingu (branding) til að auka gildi uppruna íslenskra matvæla og auka verðmæti í sölu þeirra.

Íslenskar nýjungar og fjölbreytt dagskrá í Boston

Stór hópur íslenskra fyrirtækja kynnir vörur sínar og þjónustu í Boston á næstu dögum með stuðningi Íslandsstofu. Á sjávarútvegssýningunni, sem stendur yfir dagana 6.- 8. mars, hefur Íslandsstofa umsjón með þátttöku tæplega 30 íslenskra fyrirtækja sem þar kynna sjávarafurðir, tæki og þjónustu sína.

Vesturströnd Bandaríkjanna könnuð

Íslandsstofa skipulagði röð vinnustofa á vesturströnd Bandaríkjanna dagana 22.-26. febrúar sl. Þar voru heimsóttar borgirnar Los Angeles, San Fransisco, Portland og Seattle.

Markaðssetning Íslands og ábyrg ferðahegðun

Þær raddir heyrast nú æ oftar að óþarft sé að markaðssetja Ísland gagnvart ferðamönnum í ljósi fjölda þeirra undanfarið. Einhverjir virðast telja að við séum orðin fórnarlömb eigin velgengni.