Loading…

Fréttasafn

Markaðsstarf tengt íslenska hestinum erlendis

Markaðsverkefni um íslenska hestinn hefur verið ýtt úr vör með aðkomu helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni.

Skýrslur um Ísland – allt árið komnar á vefinn

Á vef Íslandsstofu má nú finna nýjustu áfangaskýrslu Ísland – allt árið fyrir tímabilið september 2013 til desember 2014.

Icelandair Group hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015

Síðastliðinn föstudag veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, fyrirtækinu Icelandair Group Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2015 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Arnaldur Indriðason heiðraður fyrir störf sín

Arnaldur Indriðason, rithöfundur, hlaut í dag sérstaka heiðursviðurkenningu við afhendingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands við athöfn á Bessastöðum.

Ask Guðmundur herferðin vekur gríðarlega athygli erlendis

Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland – allt árið hófst í lok apríl með tilkomu leitarvélarinnar Ask Gudmundur sem kynnt er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin vekur gríðarlega athygli erlendis með eina og hálfa milljón áhorf.

Stjórn Íslandsstofu sækir höfuðstað Norðurlands heim

Stjórn Íslandsstofu lagði land undir fót í upphafi vikunnar og fór í kynningarferð til Akureyrar, sem skipulögð var af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015

Fyrirtækið Kvikna hlaut í gær Vaxtarsprotann 2015, viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Kvikna er á meðal fyrirtækja sem nýverið luku verkefni Íslandsstofu - Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

Ísland á jarðhitaráðstefnu í Melbourne

Jarðhitaráðstefnan World Geothermal Congress fór fram í Melbourne Ástralíu dagana 19. – 24. apríl sl. Ellefu íslensk fyrirtæki á sviði jarðvarma tóku þátt á sameiginlegum þjóðarbás sem Íslandsstofa skipulagði.

Sendiherra Uruguay til viðtals 13. maí

Sendiherra Uruguay á Íslandi með aðsetur í London, Hr. Fernando López Fabregat, verður staddur á Íslandi dagana 11.- 15. maí nk. Sendiherrann hefur lýst yfir miklum áhuga á að hitta að máli hugsanlega fjárfesta, vöruinnflytjendur og aðra sem kynnu að hafa áhuga á að koma á viðskiptatengslum milli Íslands og Uruguay.

Stjórnarformaður Íslandsstofu varar við Hornstrandar-heilkenninu

Það er nauðsynlegt að hagsmunaaðilar standi saman um æskilegar lausnir til að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, að öðrum kosti gæti Ísland í heild sinni staðið frammi fyrir svipuðum örlögum og Hornstrandir, sagði Vilborg Einarsdóttir, stjórnarformaður Íslandsstofu, í ávarpi á ársfundi Íslandsstofu 28. apríl sl.