Loading…

Fréttasafn

Verðmætaaukning í útflutningi matvæla með hönnun og uppbyggingu vörumerkis

Íslandsstofa boðar til morgunverðarfundar fimmtudaginn 17. mars nk., í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands. Á fundinum verður fjallað um hvernig nýta megi hönnun og vörumerkjauppbyggingu (branding) til að auka gildi uppruna íslenskra matvæla og auka verðmæti í sölu þeirra.

Íslenskar nýjungar og fjölbreytt dagskrá í Boston

Stór hópur íslenskra fyrirtækja kynnir vörur sínar og þjónustu í Boston á næstu dögum með stuðningi Íslandsstofu. Á sjávarútvegssýningunni, sem stendur yfir dagana 6.- 8. mars, hefur Íslandsstofa umsjón með þátttöku tæplega 30 íslenskra fyrirtækja sem þar kynna sjávarafurðir, tæki og þjónustu sína.

Vesturströnd Bandaríkjanna könnuð

Íslandsstofa skipulagði röð vinnustofa á vesturströnd Bandaríkjanna dagana 22.-26. febrúar sl. Þar voru heimsóttar borgirnar Los Angeles, San Fransisco, Portland og Seattle.

Markaðssetning Íslands og ábyrg ferðahegðun

Þær raddir heyrast nú æ oftar að óþarft sé að markaðssetja Ísland gagnvart ferðamönnum í ljósi fjölda þeirra undanfarið. Einhverjir virðast telja að við séum orðin fórnarlömb eigin velgengni.

Ný herferð Ísland - allt árið laðar erlenda ferðamenn til landsins

Í dag fór nýjasti áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið af stað með herferðinni „Iceland Academy.

Vel mætt á fund Íslandsstofu um markaðssetningu ferðaþjónustunnar

Nýjasti áfangi markaðsverkefnisins Ísland – allt árið var kynntur á fundi Íslandsstofu „Íslensk ferðaþjónusta – Markaðssetning í breyttu umhverfi sem haldinn var miðvikudaginn 17. febrúar. Hér má nálgast myndbandsupptöku og kynningar frá fundinum.

Ný herferð Ísland - allt árið laðar erlenda ferðamenn til landsins

Markaðsverkefnið Ísland – allt árið fer af stað með herferð undir merkjum Inspired by Iceland sem á að stuðla að betri skilningi ferðamanna á íslenskri náttúru, menningu og sögu með örnámskeiðum fyrir ferðamenn. Herferðin kennir m.a. ábyrgari ferðahegðun.

Fjölbreytt fyrirtæki taka þátt í ÚH 26

Útflutningsverkefni Íslandsstofu (ÚH) hófst í 26. sinn í lok janúar sl. Tíu íslensk fyrirtæki sem koma víðsvegar að af landinu taka þátt í verkefninu í ár.

Spænskir stjörnukokkar kunna vel að meta saltaðar þorskafurðir frá Íslandi

Dagana 25.-27. janúar fór fram á Spáni ein virtasta matarráðstefna heims Madrid Fusion. Íslandsstofa skipulagði kynningu á söltuðum þorskafurðum á ráðstefnunni undir merkjum markaðsverkefnisins "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)".

„Iceland Fish and Ships“ á sjávarútvegssýningunni í Boston

Íslandsstofa verður með bás á sýningunni Seafood Processing North America sem haldin er í Boston dagana 6.-8.mars nk. þar verður kynnt það besta sem íslensk fyrirtæki bjóða í lausnum tengdum veiðum og vinnslu sjávarafurða, undir yfirskriftinni Iceland Fish and Ships.