Loading…

Fréttasafn

Iceland Naturally auglýsir eftir samstarfsaðilum

Markaðsverkefnið Iceland Naturally auglýsir eftir umsóknum um aðild að verkefninu frá íslenskum fyrirtækjum og hagaðilum með tengingar við Norður–Ameríkumarkað.

Landkynning í París á EM í Frakklandi í sumar

Íslandsstofa vinnur að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem haldið verður þar í landi 10. júní - 10. júlí 2016.

Upplifun sem markaðstæki - fyrirlestur með Joseph Pine

Íslandsstofa stendur fyrir fyrirlestri með Joseph Pine, einum helsta talsmanni markaðssetningar á upplifun, þann 12. maí nk. kl. 15-16.30 í Háskólabíói.

Leitar hugurinn til Bandaríkjanna eða Kanada?

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í Norður-Ameríku, verður til viðtals föstudaginn 13. maí um markaði og markaðsaðstoð í Bandaríkjunum og Kanada.

Söguferðaþjónusta í sókn

Í tilefni af 10 ára afmæli Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF) efndu samtökin til sérstaks afmælisþings í samstarfi við Íslandsstofu í Norræna húsinu 29. apríl sl.

Áherslur í makaðssetningu 2016

Íslandsstofa er um þessar mundir á ferð um landið í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna til að kynna samstillt átak sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta tekið þátt í til þess að hvetja ferðamenn til ábyrgrar ferðahegðunar í tengslum við Iceland Academy herferð Inspired by Iceland.

Hestadagar - Hátíðarhelgi Íslenska hestsins

Landssamband hestamannafélaga stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir íslenska hestinn á heimsvísu undir kjörorðinu HORSES OF ICELAND.

Viðskiptasendinefnd til Georgíu

Utanríkisráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, hefur ákveðið að þiggja boð utanríkisráðherra Georgíu um að heimsækja landið dagana 6. og 7. júní nk. Af því tilefni mun Íslandsstofa skipuleggja viðskiptasendinefnd sem fylgir ráðherra til höfuðborgarinnar Tiblisi þessa daga.

Vöxtur í útflutningi milli Íslands og Kína

Áberandi vöxtur í útflutningi frá Íslandi til Kína er á meðal þess sem kom fram hjá Pétri Yang viðskiptafulltrúa í Sendiráði Íslands í Kína á kynningarfundi sem var haldinn nýlega um tækifæri í samstarfi þjóðanna.

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið-Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 11.-14. apríl sl. í borgunum München, Frankfurt, Genf og Brussel.