Loading…

Fréttasafn

Fjölbreytilegur sýnileiki Íslands í umfjöllun

Það hyllir undir lok viðburðaríks árs hjá Íslandsstofu þar sem góður árangur hefur náðst í að skapa umfjöllun um Ísland sem áfangastað til viðbótar við þá vinnu sem aðrir sinna. Árangur af starfi ferðaþjónustunnar er sennilega sjaldnast eins sýnilegur og þegar verðlaun eru afhent frá áhrifamiklum miðlum eins og til dæmis Lonely Planet.

Fjallað um samskipti og menningarlæsi í viðskiptum

Hvernig tryggjum við faglega framkomu í alþjóðaviðskiptum var yfirskrift vinnustofu sem Íslandsstofa stóð fyrir nýverið. Fjallað var um mikilvægi þess að viðhafa skýr og vönduð samskipti við erlenda viðskiptavini og skyggnst inn í samskiptahætti ólíkra menninga.

Tækifæri í endurnýjanlegri orku á Íslandi kynnt í París

ulltrúar Fjárfestingasviðs Íslandsstofu, ásamt þremur stærstu orkufyrirtækjum Íslands, sóttu á dögunum ráðstefnuna Sustainable Innovation Forum (SIF) í París. Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga og var stærsti viðskiptamiðaði viðburðurinn sem haldinn var í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París.

Kortlagning fyrirtækja á sviði áliðnaðar

Íslandsstofa, Álklasinn og Samál vinna nú að samstarfsverkefni sem felst í því að kortleggja þau fyrirtæki sem starfa á sviði áliðnaðar.

Viltu komast á markað í Kanada?

Íslandsstofa kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í Centrallia fyrirtækja-stefnumótinu sem haldið verður í Winnipeg í Kanada 25.- 27. maí 2016.

Smiðjan farin í loftið

Smiðjan, markaðs- og upplýsingavefur fyrir útflutningsfyrirtæki var sett í loftið á Tækni- og hugverkaþingi síðastliðinn föstudag

Íslenskur saltfiskur í eldlínunni í Lissabon

Þann 20. nóvember sl. var "Dagur hins íslenska saltfisk" í Escola de Hotelaria e Turismoskólanum Í Lissabon.

Viltu ná árangri á erlendum markaði?

Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur hefst í janúar. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem vilja vinna markaðs- og aðgerðaáætlun með það fyrir augum að ná árangri á erlendum markaði.

Íslenski þorskurinn vinsæll á franska markaðnum

Miðvikudaginn 18. nóvember sl. stóðu Íslandsstofa og Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um stöðu íslenskra sjávarafurða á Frakklandsmarkaði.

Aukinn áhugi á sölu Íslandsferða í Norður-Ameríku

Íslandsstofa stóð fyrir fimm vinnustofum í Norður-Ameríku fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 10.-13. nóvember sl. Yfir 200 ferðasöluaðilar á svæðinu sóttu vinnustofurnar heim.