Loading…

Fréttasafn

Framtíðin rædd á ársfundi Íslandsstofu

Um 200 manns sóttu ársfund Íslandsstofu sem fór fram í morgun.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2015 er komin út

Ársskýrsla Íslandsstofu er komin út. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2015.

Vel heppnuð kynning á íslenskum matvælum í Óðinsvéum

Tíu íslenskir matvælaframleiðendur kynntu vörur sínar fyrir dönskum innkaupa- og dreifingaraðilum þann 7. apríl sl. í glæsilegum húsakynnum Nordatlantisk hússins í Óðinsvéum.

Kína - efnahagsþróun og alþjóðasamstarf

Í tilefni af heimsókn Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Kína, boða Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins til opins kynningarfundar miðvikudaginn 20. apríl nk.

Merkingar sjávarafurða: Fyrir hvern og af hverju? Fundur 14. apríl

Merki sem er að finna á umbúðum sjávarafurða geta verið fjölmörg. Þetta getur ruglað marga í ríminu, ekki aðeins neytendur heldur líka framleiðendur og innflytjendur sjávarafurða. Fundur um nýja skýrslu sem tengist þessu málefni verður haldinn 14. apríl nk. kl. 11.30 á Nauthól.

Vinnustofur í þremur borgum á Indlandi

Þessa dagana eru sjö íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á ferð um Indland þar sem þau taka þátt í vinnustofum sem Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Nýju Delí hafa skipulagt.

Viðtöl við viðskiptafulltrúa Íslands í Peking

Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Peking, Kína, verður til viðtals dagana 19. og 20. apríl næstkomandi fyrir þá sem vilja leita markaðsráðgjafar á umdæmissvæðum sendiráðsins.

Dohop hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016

Fyrirtækið Dohop hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2016 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Samningur við samtök um söguferðaþjónustu

Íslandsstofa og Samtök um söguferðaþjónustu hafa skrifað undir samning um samstarfsverkefni á sviði söguferðaþjónustu.

Vel mætt á morgunverðarfund um hönnun og mat

Fimmtudaginn 17. mars sl. stóðu Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir morgunverðarfundi um hönnun og verðmætaaukningu matvæla. Fundurinn var haldinn á Bryggjunni brugghúsi og mættu rúmlega 50 manns á fundinn. Erindi fyrirlesara eru aðgengileg hér á vefnum.