Loading…

Fréttasafn

Vöxtur í útflutningi milli Íslands og Kína

Áberandi vöxtur í útflutningi frá Íslandi til Kína er á meðal þess sem kom fram hjá Pétri Yang viðskiptafulltrúa í Sendiráði Íslands í Kína á kynningarfundi sem var haldinn nýlega um tækifæri í samstarfi þjóðanna.

Íslensk ferðaþjónusta kynnt í Mið-Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 11.-14. apríl sl. í borgunum München, Frankfurt, Genf og Brussel.

Íslenskur sjávarútvegur kynntur í Brussel í 24. sinn

Ísland hefur verið með frá upphafi á sjávarútvegssýningunum í Brussel og í ár eru 35 fyrirtæki að kynna afurðir, vörur og þjónustu á sýningunni sem er sú stærsta á sínu sviði í heiminum. Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á tveimur þjóðarbásum.

Mismunandi merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu

Þann 14. apríl sl. stóð Iceland Responsible Fisheries fyrir kynningarfundi um nýja skýrslu um merkingar á neytendaumbúðum sjávarafurða í Evrópu - „Labelling Seafood – What a challange“.

Framtíðin rædd á ársfundi Íslandsstofu

Um 200 manns sóttu ársfund Íslandsstofu sem fór fram í morgun.

Ársskýrsla Íslandsstofu 2015 er komin út

Ársskýrsla Íslandsstofu er komin út. Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu verkefnum Íslandsstofu á árinu 2015.

Vel heppnuð kynning á íslenskum matvælum í Óðinsvéum

Tíu íslenskir matvælaframleiðendur kynntu vörur sínar fyrir dönskum innkaupa- og dreifingaraðilum þann 7. apríl sl. í glæsilegum húsakynnum Nordatlantisk hússins í Óðinsvéum.

Kína - efnahagsþróun og alþjóðasamstarf

Í tilefni af heimsókn Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa sendiráðs Íslands í Kína, boða Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins til opins kynningarfundar miðvikudaginn 20. apríl nk.

Merkingar sjávarafurða: Fyrir hvern og af hverju? Fundur 14. apríl

Merki sem er að finna á umbúðum sjávarafurða geta verið fjölmörg. Þetta getur ruglað marga í ríminu, ekki aðeins neytendur heldur líka framleiðendur og innflytjendur sjávarafurða. Fundur um nýja skýrslu sem tengist þessu málefni verður haldinn 14. apríl nk. kl. 11.30 á Nauthól.

Vinnustofur í þremur borgum á Indlandi

Þessa dagana eru sjö íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á ferð um Indland þar sem þau taka þátt í vinnustofum sem Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Nýju Delí hafa skipulagt.