Loading…

Fréttasafn

Fjölbreytt fyrirtæki taka þátt í ÚH 26

Útflutningsverkefni Íslandsstofu (ÚH) hófst í 26. sinn í lok janúar sl. Tíu íslensk fyrirtæki sem koma víðsvegar að af landinu taka þátt í verkefninu í ár.

Spænskir stjörnukokkar kunna vel að meta saltaðar þorskafurðir frá Íslandi

Dagana 25.-27. janúar fór fram á Spáni ein virtasta matarráðstefna heims Madrid Fusion. Íslandsstofa skipulagði kynningu á söltuðum þorskafurðum á ráðstefnunni undir merkjum markaðsverkefnisins "Smakkaðu og deildu leyndarmálum íslenska þorsksins (Bacalao de Islandia)".

„Iceland Fish and Ships“ á sjávarútvegssýningunni í Boston

Íslandsstofa verður með bás á sýningunni Seafood Processing North America sem haldin er í Boston dagana 6.-8.mars nk. þar verður kynnt það besta sem íslensk fyrirtæki bjóða í lausnum tengdum veiðum og vinnslu sjávarafurða, undir yfirskriftinni Iceland Fish and Ships.

Íslensk fyrirtæki sækja vinnustofur í Dublin og London

Íslandsstofa leiddi hóp íslenskra fyrirtækja til borganna Dublin og London 26.-28. janúar sl. þar sem þau funduðu með innlendum ferðasöluaðilum. Sextán fyrirtæki tóku þátt í heildina.

Íslandsbás á hollensku ferðasýningunni Vakantibeurs

Íslandsstofa skipulagði þátttöku sex fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Utrecht í Hollandi dagana 12.-17. janúar.

Kanna þarfir fyrirtækja varðandi kröfur og reglur í heilbrigðistækni

Íslandsstofa sendi í vikunni út könnun til fyrirtækja í heilbrigðistækni. Markmiðið er að fá innsýn í þekkingu þeirra á reglum og kröfum sem gerðar eru til lækningatækja sem markaðssett eru í Bandaríkjunum og þarfir fyrirtækjanna varðandi aðstoð sérfræðinga á þessu sviði.

Vel heppnuð kaupstefna fyrir sjávarafurðir í New York

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins skipulögðu kaupstefnu í New York 26. janúar sl.

Mikill áhugi á Íslandi á ferðasýningunni FITUR í Madrid

Þessa dagana fer fram ferðasýningin FITUR í Madrid á Spáni. Sýningin stendur yfir til 24. janúar og er búist við að um 220.000 gestir sæki hana heim.

Íslenski karfinn vinsæll hjá gestum á sýningu í Berlín

Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt básinn á "Grüne Woche" í Berlín þar sem íslenskur fiskur er kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF)

Ísland tekur þátt í ferðakaupstefnunni MATKA í Finnlandi

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands í ferðakaupstefnunni MATKA í Finnlandi með fimm íslenskum fyrirtækjum. Kaupstefnan sem hófst í morgun er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu.