Loading…

Fréttasafn

Vel sóttur fundur um þýska matvælamarkaðinn

Þann 25. maí hélt Íslandsstofa fund um þýska matvælamarkaðinn. Þar var fjallað um útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur. Fimm erindi voru flutt á fundinum sem var vel sóttur.

Málþing 30. maí um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína

Íslandsstofa vekur athygli á málþingi um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína sem haldið verður á Hótel Sögu mánudaginn 30. maí næstkomandi kl. 10-11.30.

Útskrift úr markaðsverkefninu ÚH - Rafnar hlutu viðurkenningu

Nýverið fór fram útskrift fyrirtækja sem luku verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH), en verkefnið hefur það markmið að aðstoða fyrirtæki sem stefna á alþjóðamarkað. Rafnar hlaut í ár viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlunina.

Vinnustofur í Kanada og Bandaríkjunum í október 2016

Íslandsstofa skipuleggur röð vinnustofa á austurströnd Norður-Ameríku 18.-20. október nk. Heimsóttar verða borgirnar Montréal, Boston og Washington.

Upplifun skapar forskot í viðskiptum

Í liðinni viku stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu og fyrirlestri með Joseph Pine, einum helsta talsmanni markaðssetningar á upplifun.

Fundur um þýska matvælamarkaðinn

Miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 14-16 verður haldinn fundur um þýska matvælamarkaðinn á Bryggjunni brugghúsi, Grandagarði 8, Reykjavík. Gefið verður yfirlit yfir útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur.

FDA námskeið - markaðssetning lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum

Tveggja daga námskeið ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica dagana 31. maí og 1. júní nk.

Dagur íslenska hestsins haldinn um heim allan

Hestadagar voru haldnir dagana 30. apríl og 1. maí sl. Það er Landssamband hestamannafélaga sem stendur að Hestadögum í góðu samstarfi við Íslandsstofu sem kynnir Íslenska hestinn á heimsvísu í markaðsverkefni undir kjörorðinu Horses of Iceland.

Iceland Naturally auglýsir eftir samstarfsaðilum

Markaðsverkefnið Iceland Naturally auglýsir eftir umsóknum um aðild að verkefninu frá íslenskum fyrirtækjum og hagaðilum með tengingar við Norður–Ameríkumarkað.

Landkynning í París á EM í Frakklandi í sumar

Íslandsstofa vinnur að landkynningarverkefni í Frakklandi í tengslum við þátttöku Íslands í Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem haldið verður þar í landi 10. júní - 10. júlí 2016.