Loading…

Fréttasafn

Þekktur portúgalskur kokkur kynnir íslenskan saltfisk

Á dögunum var hér á landi í boði Íslandsstofu þekktur portúgalskur kokkur m.a. til að kynna sér veiðar og saltfiskvinnslu.

Íslenskir listamenn á menningarhátíðinni Nordic Matters í London

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London allt árið 2017 á menningarhátíðinni Nordic Matters. Íslandsstofa, ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og miðstöðvum skapandi greina vinna saman að þátttöku Íslands á hátíðinni.

Sjávarútvegssýning í Múrmansk í mars nk. - áhugakönnun

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu, kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni Sea-Resources-Technology sem haldin verður í Múrmansk í Rússlandi dagana 15.-17. mars nk.

Fullt hús á kynningarfundi um Markaðsfyrirtæki ársins

Við þökkum fyrir frábæra mætingu á kynningu okkar á hádegisfundi ÍMARK og MBA í Hátíðasal Háskóla Íslands, sem fram fór s.l. fimmtudag.

Vinnustofur í Kanada í apríl

Íslandsstofa skipuleggur röð vinnustofa í Kanada. Heimsóttar verða borgirnar Vancouver 4. apríl, Edmonton 5. apríl, Winnipeg 6. apríl og Halifax 7. apríl.

Gleðilega hátíð!

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Ítalskir kokkar kynna sér fiskinn okkar

Í byrjun desember komu hingað til lands tveir ítalskir kokkar frá Campania héraðinu í þeim tilgangi að kynnast fiskveiðum og vinnslu og landinu almennt.

Sjávarafurðakaupstefna í Chicago í mars 2017 - hefur þú áhuga?

Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins skipuleggja kaupstefnu í Chicago 16. mars nk.

Nýtt verkefni um ábyrga ferðaþjónustu

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við Íslandsstofu, SAF, Ferðamálastofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsskrifstofur landshlutanna og Safe Travel bjóða til kynningarfundar um ábyrga ferðaþjónustu á Grand Hótel 16. desember kl. 8.30-9.30.

Finnsk fyrirtæki í heilbrigðisiðnaði heimsóttu Ísland

Í síðustu viku tóku fulltrúar frá Íslandsstofu á móti sendinefnd frá Finnlandi. Þar voru í fararbroddi fulltrúar frá Team Finland sem leiddu hóp finnskra fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði.