Loading…

Fréttasafn

Er ímynd Íslands að breytast? - Fundur 23. febrúar

Íslandsstofa boðar til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis á Íslandi sem áfangastað. Á fundinum verður skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Íslandsstofu, Höfuðborgarstofu og markaðsstofa landshlutanna.

Margir komu á fund um matvælamarkaðinn í Bandaríkjunum

Íslandsstofa í samstarfi við aðalræðisskrifstofuna í NY boðaði til fundarins til að fylgja eftir áhuga íslenskra matvælaframleiðenda á að sækja á bandaríska markaðinn. Fræðandi erindi voru flutt um markaðsaðgengi og dreifileiðir í Bandaríkjunum með áherslu á fyrirtæki í matvæla-, drykkjarvöru- og næringarefnageiranum, sérvörumarkaðinn og greint frá þróun útflutnings á matvælum til Bandaríkjanna.

Íslensk fyrirtæki kynna tæknilausnir á BETT sýningunni í London

Íslandsstofa kom að þátttöku þriggja íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT sem fram fór í London dagana 25.-28. janúar sl. en sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar.

Nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York kynnt

Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York blésu á dögunum til kynningarfundar um nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York sem opnar á næstunni.

Norðurljós og saltfiskur á FITUR 2017

Alls tóku níu fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt á bás Íslandsstofu á FITUR ferðasýningunni í Madrid dagana 18.-22. janúar sl.

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Umsóknafrestur rennur út á miðnætti 22. febrúar.

Viðskiptatengdir viðburðir í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú eru nú stödd í Danmörku í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Íslandsstofa hefur umsjón með viðskiptatengdum viðburðum í tengslum við heimsóknina.

Vetrarferðaþjónusta í sókn á Hollandsmarkaði

Ferðasýningin Vakantiebeurs 2017 var haldin í Utrecht í Hollandi dagana 10.-15. janúar sl. Sex fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt á bás Íslandsstofu.

Ábyrg ferðaþjónusta

Þann 10. janúar sl. var undirrituð yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu af forsvarsmönnum yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík.

Snjallborgir og viðskiptafundir í Nýju Delí

Norrænu sendiráðin í Nýju Delí á Indlandi standa fyrir viðskiptaþingi um Snjallborgir (Smart Cities) 7. - 8. mars nk. í samvinnu við Confederation of Indian Industry (CII), eitt af stærstu viðskiptaráðum Indlands.