Loading…

Fréttasafn

Viðskiptatengdir viðburðir í opinberri heimsókn forseta Íslands til Danmerkur

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú eru nú stödd í Danmörku í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Íslandsstofa hefur umsjón með viðskiptatengdum viðburðum í tengslum við heimsóknina.

Vetrarferðaþjónusta í sókn á Hollandsmarkaði

Ferðasýningin Vakantiebeurs 2017 var haldin í Utrecht í Hollandi dagana 10.-15. janúar sl. Sex fyrirtæki í ferðaþjónustu tóku þátt á bás Íslandsstofu.

Ábyrg ferðaþjónusta

Þann 10. janúar sl. var undirrituð yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu af forsvarsmönnum yfir 250 fyrirtækja í Háskólanum í Reykjavík.

Snjallborgir og viðskiptafundir í Nýju Delí

Norrænu sendiráðin í Nýju Delí á Indlandi standa fyrir viðskiptaþingi um Snjallborgir (Smart Cities) 7. - 8. mars nk. í samvinnu við Confederation of Indian Industry (CII), eitt af stærstu viðskiptaráðum Indlands.

Þekktur portúgalskur kokkur kynnir íslenskan saltfisk

Á dögunum var hér á landi í boði Íslandsstofu þekktur portúgalskur kokkur m.a. til að kynna sér veiðar og saltfiskvinnslu.

Íslenskir listamenn á menningarhátíðinni Nordic Matters í London

Norræn menning og listir verða í brennidepli hjá Southbank Centre í London allt árið 2017 á menningarhátíðinni Nordic Matters. Íslandsstofa, ásamt mennta- og menningarmálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og miðstöðvum skapandi greina vinna saman að þátttöku Íslands á hátíðinni.

Sjávarútvegssýning í Múrmansk í mars nk. - áhugakönnun

Íslandsstofa, í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu, kannar áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni Sea-Resources-Technology sem haldin verður í Múrmansk í Rússlandi dagana 15.-17. mars nk.

Fullt hús á kynningarfundi um Markaðsfyrirtæki ársins

Við þökkum fyrir frábæra mætingu á kynningu okkar á hádegisfundi ÍMARK og MBA í Hátíðasal Háskóla Íslands, sem fram fór s.l. fimmtudag.

Vinnustofur í Kanada í apríl

Íslandsstofa skipuleggur röð vinnustofa í Kanada. Heimsóttar verða borgirnar Vancouver 4. apríl, Edmonton 5. apríl, Winnipeg 6. apríl og Halifax 7. apríl.

Gleðilega hátíð!

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.