Loading…

Fréttasafn

Tækifæri fyrir matvælaframleiðendur: Kaupstefnan Tailor-made Travel Event í Finnlandi

Dagana 28. og 29. október 2016 verður kaupstefnan Tailor-made Travel Event (TTE) 2016 haldin í Helsinki í þriðja sinn. Á kaupstefnunni kynna fyrirtæki frá ýmsum löndum lúxusferðaþjónustu fyrir finnskum aðilum.

Landsmót hestamanna haldið á Hólum í Hjaltadal

Markaðsverkefnið Horses of Iceland, sem Íslandsstofa stýrir, verður kynnt á Landsmóti. Áhersla verður lögð á að funda með erlendum aðilum og treysta samstarfið við þá í kynningu á íslenska hestinum á heimsvísu.

Áhugi á Íslandi eykst með EM

Ísland kynnt á EM

Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt sýningarsvæði Íslands á Evróputorginu í París, þar sem starfsfólk Íslandsstofu hefur kynnt bæði land og þjóð.

Sendiherra Íslands í Nýju Delí til viðtals

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí verður til viðtals föstudaginn 1. júlí frá kl. 8:30-12:00.

Íslenskur matur kynntur á Evróputorginu í París

Mikið er um að vera í Frakklandi þessa dagana og fer fram kynning á Íslandi, íslenskri menningu og matvælum í litla rauða Eldhúsinu á Evróputorginu í París. Almenningi gefst kostur á að bragða á íslenskum þorski í Eldhúsinu bæði 20. og 21. júní.

Ferðakaupstefnan MATKA 2017 í Helsinki - áhugakönnun

Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku í MATKA ferðakaupstefnunni sem fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 19.-22. janúar 2017.

Íslandsstofa skipuleggur ráðstefnu í Georgíu

Íslandsstofa skipulagði ráðstefnu og fleiri viðburði í borginni Tbilisi í Georgíu, í tilefni opinberrar heimsóknar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra til landsins 6. og 7. júní sl.

Landkynning í Frakklandi í tengslum við EM 2016

Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sendiráð Íslands í Frakklandi skipuleggja landkynningarverkefni í tengslum við Evrópumeistaramótið í knattspyrnu karla sem haldið verður í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí.

CITM sýningin í Kína og vinnustofur í nóvember 2016

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM (China International Travel Mart) sem haldin er í Shanghai í Kína dagana 11.-13. nóvember nk. CITM er ein stærsta ferðasýning Asíu og er haldin árlega. Einnig eru áformaðar vinnustofur í borgunum Chongqing þann 8. nóvember og Wuhan 9. nóvember.