Loading…

Fréttasafn

Fjölmenni á fundi um ímynd Íslands

Fjölmenni var á fundi á vegum Íslandsstofu sem bar heitið “Er ímynd Íslands að breytast?". Greinilegt var að efni fundarins vakti áhuga þar sem um 300 gestir sóttu hann og yfir 60 manns fylgdust með beinni útsendingu á netinu.

Bandaríkin sótt heim

Fulltrúar Íslandsstofu voru á ferð og flugi um Bandaríkin í síðustu viku ásamt fulltrúum 13 íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Beint streymi frá fundi um ímynd Íslands sem áfangastaðar

Fimmtudaginn 23. febrúar býður Íslandsstofa til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis á Íslandi sem áfangastað.

Erlend fjárfesting jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf

Á undanförnum árum hefur erlend fjárfesting á Íslandi aukist og skapað fjölbreytt störf í ólíkum atvinnugreinum. Gera þarf betur því aukin erlend fjárfesting styrkir efnahagslífið og bætir lífskjör landsmanna. Þetta kom fram á opnum fundi Samtaka iðnaðarins, Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins í gær.

Fundur Íslandsstofu og norrænna systurstofnana

Hefð hefur skapast fyrir því að forráðamenn Íslandsstofu og norrænna systurstofnana komi saman og beri saman bækur sínar tvisvar á ári. Íslandsstofa var gestgjafi slíks fundar á dögunum.

Er ímynd Íslands að breytast? - Fundur 23. febrúar

Íslandsstofa boðar til fundar um kynningar- og markaðsstarf erlendis á Íslandi sem áfangastað. Á fundinum verður skrifað undir samstarfsyfirlýsingu Íslandsstofu, Höfuðborgarstofu og markaðsstofa landshlutanna.

Margir komu á fund um matvælamarkaðinn í Bandaríkjunum

Íslandsstofa í samstarfi við aðalræðisskrifstofuna í NY boðaði til fundarins til að fylgja eftir áhuga íslenskra matvælaframleiðenda á að sækja á bandaríska markaðinn. Fræðandi erindi voru flutt um markaðsaðgengi og dreifileiðir í Bandaríkjunum með áherslu á fyrirtæki í matvæla-, drykkjarvöru- og næringarefnageiranum, sérvörumarkaðinn og greint frá þróun útflutnings á matvælum til Bandaríkjanna.

Íslensk fyrirtæki kynna tæknilausnir á BETT sýningunni í London

Íslandsstofa kom að þátttöku þriggja íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT sem fram fór í London dagana 25.-28. janúar sl. en sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar.

Nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York kynnt

Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York blésu á dögunum til kynningarfundar um nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York sem opnar á næstunni.

Norðurljós og saltfiskur á FITUR 2017

Alls tóku níu fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt á bás Íslandsstofu á FITUR ferðasýningunni í Madrid dagana 18.-22. janúar sl.