Loading…

Fréttasafn

Stjórn Íslandsstofu heimsækir Vestfirði

Stjórn Íslandsstofu lagði upp í ferðalag á dögunum og heimsótti nokkra staði á Vestfjörðum. Markmiðið var að kynna sér atvinnulíf og staðhætti á Vestfjörðum frá fyrstu hendi.

Ask Guðmundur fékk tvö silfur á Effie verðlaunaafhendingunni í Norður Ameríku

Markaðsherferðin Ask Guðmundur sem er hluti af Inspired by Iceland herferð Íslandsstofu fékk tvenn silfurverðlaun á Effie verðlaunahátíðinni sem haldin var hátíðlega í New York í nótt

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur

Íslandsstofa og Rannís opnuðu nýverið nýjan og áhugaverðan vef á ensku um nám á Íslandi.

Engar skáldsögur af íslenskum mat

Á fundi Íslandsstofu sem haldinn var í dag 23. maí var kynnt greining á ásýnd og umfjöllun um íslensk matvæli á vef- og samfélagsmiðlum. Umfjöllunin er almennt jákvæð, fyrir utan það að hefðbundni eða gamli íslenski maturinn fellur útlendingum ekki í geð, Áhugaverðar sögur sem miðast við áhugasvið fólks er leiðin til að ná athygli og fólk tekur meira mark á umsögnum vina og áhrifavalda (influencers) sem deila upplifun sinni en á því sem fyrirtækin senda frá sér.

Ferðakynningar í Austurlöndum fjær

Dagana 12. til 17. maí stóð Íslandsstofa fyrir ferðakynningum og vinnustofum í Seoul í Suður Kóreu og kínversku borgunum Hong Kong, Shenzhen og Guangzhou.

Viðskiptatækifæri í tengslum við breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands

Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt stórtækar hugmyndir um stækkun flugvalla og Eimskip og Royal Arctic Line hafa sameinast um að auka tíðni siglinga milli landanna. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna.

Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var 25. - 27. apríl sl. Góð þátttaka var frá Íslandi en hátt í 30 fyrirtæki voru samankomin á íslensku þjóðarbásunum, bæði með sjávarafurðir á Seafood Expo Global og tækni- og þjónustufyrirtæki á Seafood Processing Global.

Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins og Hestadagar

Hestadagar voru haldnir á Íslandi dagana 29. apríl til 1. maí sl. og Dagur íslenska hestsins þann 1. maí á heimsvísu. Markaðsverkefnið Horses of Iceland stóð að dagskrá Hestadaga í samstarfi við innlenda hagsmunaaðila og virkjaði fólk um allan heim í að kynna íslenska hestinn með fjölbreyttum hætti á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Mikill fjöldi fólks tók þátt í dagskránni og deildi myndum af upplifun sinni á samfélagsmiðlum.

Fundað um samstarf á norðurslóðum

Íslandsstofa, Visit Greenland og Visit Faroe Islands stóðu fyrir vinnustofu 9. maí sl. með það að markmiði að styrkja samstarf á sviði ferðamála á milli Íslands, Færeyja og Grænlands.

Mikill áhugi á danska matvælamarkaðinum

Þann 4. maí hélt Íslandsstofa, í samvinnu við Dansk-íslenska viðskiptaráðið, fund um danska matvælamarkaðinn. Fundurinn var vel sóttur en þar var fjallað um útflutning matvæla til Danmerkur, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og straumar og stefnur.