Loading…

Fréttasafn

Jákvætt viðhorf gagnvart Íslandi og íslenskum vörum

Enn ríkir mikil jákvæðni í garð Íslands samkvæmt könnun sem Maskína framkvæmdi á sex markaðssvæðum fyrir hönd Íslandsstofu í febrúar 2019.

Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráning bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu sé ógild í heild sinni.

Opnunarfundur útflutnings- og markaðsráðs

Fyrsti fundur nýstofnaðs útflutnings- og markaðsráðs var haldinn í gær á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Norrænar vinnustofur í Suður Evrópu

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland stóðu fyrir norrænum vinnustofum undir heitinu „Be Nordic“ í Róm og Mílanó dagana 20. og 21. mars.

Stál og hnífur fær að hljóma í Barcelona

Dagana 28. mars til 14. apríl nk. fer kynningarherferðin „Ruta del Bacalao“ fram í Barcelona, en herferðin miðar að því að minna íbúa Spánar á dásemdir saltfisksins.

Íslenski hesturinn kynntur í Þýskalandi

Horses of Iceland tók þátt í hestasýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi dagana 9.–17. mars.

Ánægja á árlegri sjávarútvegssýningu í Boston

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegssýningunum í Boston dagana 17. – 19. mars sl., í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Árangursríkar vinnustofur í þremur borgum Asíu

Dagana 18. til 21. mars stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum og Íslandskynningum í borgunum Tókýó, Seúl og Taipei.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í sviðsljósinu í Múrmansk

Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu stóð fyrir heimsókn íslenskra sjávarútvegstækni fyrirtækja til Múrrmansk í Rússlandi dagana 19. og 20. mars sl.

Starf verkefnisstjóra laust til umsóknar - Inspired by Iceland

Íslandsstofa leitar að verkefnisstjóra í spennandi markaðsverkefni í tengslum við kynningu á áfangastaðnum Íslandi.