Loading…

Fréttasafn

Ársfundi Íslandsstofu frestað fram á haustið

Ákveðið hefur verið að fresta ársfundi Íslandsstofu sem fara átti fram þann 28. apríl nk.

Hross bólusett gegn sumarexemi flutt úr landi

Eftir 20 ára rannsóknarvinnu hafa íslenskir og erlendir vísindamenn þróað bóluefni við sumarexemi sem hrjáir marga íslenska hesta erlendis. Lokahnykkur rannsóknarinnar hófst 16. mars sl. þegar 27 bólusettir hestar voru fluttir úr landi.

Framkvæmd nýs markaðsverkefnis fyrir áfangastaðinn Ísland

Ríkisstjórn Íslands hefur kynnt áform um nýtt markaðsverkefni í ferðaþjónustu sem hrint verður í framkvæmd þegar útlit er fyrir að áhugi fólks á að ferðast aukist á ný. Verkefnið verður unnið á grundvelli samnings á milli Íslandsstofu annars vegar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins hins vegar.

Sjónum beint að viðskiptalífinu í heimsókn forseta til Póllands

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid lögðu upp í opinbera heimsókn til Póllands dagana 3.-5. mars.

100 manns mættu á Loftslagsmót 2020

Grænvangur og Nýsköpunarmiðstöð Íslands héldu Loftslagsmót 2020 þann 3. mars sl. á Grand Hótel Reykjavík, í samstarfi við Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.

Nýr samningur um þjónustu Íslandsstofu

Utanríkisráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og framkvæmdastjóri Íslandsstofu hafa undirritað nýjan þjónustusamning um starfsemi Íslandsstofu.

Hringrásarhugsun í íslensku atvinnulífi

Grænvangur og Ungir umhverfissinnar héldu vel heppnaða vinnustofu 19. febrúar sl. á Grand Hótel Reykjavík þar sem rúmlega 40 manns mættu og ræddu hringrásarhugsun í íslensku atvinnulífi.

Horses of Iceland markaðsverkefnið framlengt

Samningur markaðsverkefnisins Horses of Iceland (HOI) við ríkið hefur verið framlengdur um 18 mánuði, en unnið er að samningi til næstu ára.

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna

Dagana 11. til 13. febrúar stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í borgunum Fíladelfía, Minneapolis og New York í Bandaríkjunum í samvinnu við starfsmenn sendiráðs í Washington og Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

Íslandsstofa og kokkalandsliðið endurnýja samning

Íslandsstofa og Klúbbur matreiðslumanna hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli og verður Íslandsstofa áfram einn bakhjarla Kokkalandsliðsins. Ólympíuleikarnir í matreiðslu fram undan.