Loading…

Fréttasafn

Áhorfendur Ellen fengu Íslandsför í jólapakkann

Um 300 áhorfendur sem viðstaddir voru upptöku á nýjasta þætti þáttastjórnandans vinsæla, Ellen DeGeneres, voru leystir út með jólagjöfum í lok þáttar. Þar á meðal var ferð til Íslands í boði Icelandair, í samstarfi við Íslandsstofu og Bláa lónið. Ánægja áhorfenda með þennan óvænta glaðning leyndi sér ekki.

Einsi kaldi og Cristiano Ronaldo elska íslenskan saltfisk

Nú á dögum hélt Eyjapeyinn og matreiðslumeistarinn Einar Björn Árnason til Portúgal með það markmið að kynna íslenska saltfiskinn þar í landi.

Nýr snertiflötur við neytendur í markaðssetningu

Íslandsstofa bauð til morgunverðarfundar fyrir fullum sal á Grand Hótel Reykjavík í gær. Á fundinum var rætt um áfangastaðinn Ísland á ferða- og bókunarsíðum þar sem fulltrúar frá stærstu ferða- og bókunarsíðum heims komu saman og sögðu m.a. frá því hvernig Ísland birtist á þeirra miðlum.

Áfangastaðurinn Ísland kynntur í Argentínu og Brasilíu

Fulltrúar sex íslenskra fyrirtækja tóku í byrjun desember þátt í vinnustofum Íslandssstofu í Argentínu og Brasilíu til að kynna áfangastaðinn Ísland.

Markaðstækifæri fyrir íslenska hestinn í Kína

Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland, tók þátt í 2019 World Horse Culture Forum í Hohhot í Kína dagana 28. nóvember til 1. desember.

Fjölmenn viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja á ferð í Moskvu

Fjölmenn viðskiptasendinefnd íslenskra fyrirtækja var í Rússlandi í vikunni í tengslum við heimsókn utanríkisráðherra til Moskvu.

Lífvísindaráðstefna í New York í desember

Íslandsstofa og aðalræðisskrifstofan í New York eiga aðild að Nordic-American Life Science Conference sem fram fer í New York dagana 4. – 5. desember næstkomandi.

Íslenskur gagnaveraiðnaður í Denver á dögunum

Bás undir merkjum Íslands var í fyrsta sinn á tækniráðstefnunni SC19 sem fram fór á dögunum. Tíu fyrirtæki, sem starfa á sviði gagnavera, tóku þar þátt frá Íslandi.

Íslensk sprota- og tæknifyrirtæki gerðu góða ferð í Asíu

Sendinefnd íslenskra sprota- og tæknifyrirtækja var á ferð í Asíu á dögunum. Hópurinn heimsótti annars vegar Singapúr og hins vegar kínversku borgina Shenzhen.

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Boðað er til opinnar vinnustofa víðsvegar um landið í tengslum við stefnumótunina.