Loading…

Fréttasafn

Ný vegferð í markaðssetningu Íslands hlýtur góðar viðtökur í Suður-Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 16.-19. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Torínó og Mílanó.

Nýtt gangtegundamyndband ýtir undir vinsældir íslenska hestsins um allan heim

Horses of Iceland sendi nýlega frá sér myndband þar sem gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar og hafa viðbrögðin við myndbandinu verið mjög góð.

Ísland í sviðsljósinu á La Mercé hátíðinni í Barcelona

Í tilefni af því að Reykjavíkurborg var gestaborg hátíðarinnar í ár kynnti Íslandsstofa fisk undir merkjum Bacalao de Islandia og ferðþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland meðan á hátíðinni stóð. Markmiðið var að nýta sér þá athygli sem Ísland og Reykjavík fékk á hátíðinni og auka slagkraft í kynningarstarfinu sem tengist öllu því sem íslenskt er.

Íslensk matvælafyrirtæki í vettvangsferð til Þýskalands

Nú á dögunum skipulögðu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Berlín vettvangs- og fræðsluferð fyrir aðila í matvælageiranum til Þýskalands. Fjögur fyrirtæki tóku þátt en þau voru: Fisherman, Kjarnafæði, Nói Síríus og Ós (Leo Brand).

Ábyrg markaðssetning Íslands kynnt á Spáni

Nýlega tók fulltrúi Íslandstofu þátt í ráðstefnu í borginni Malaga á Suður Spáni um ábyrga og sjálfbæra markaðssetningu áfangastaða.

Vel heppnuð viðskiptaheimsókn til Vladivostok

Hópur íslenskra fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn sótti Kyrrahafsströnd Rússlands heim á dögunum. Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu og sendiráðs Íslands í Rússlandi en leiðin lá til borgarinnar Vladivostok.

Góð mæting á fund um nýja vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins

Yfir 200 manns komu á fund Íslandsstofu 9. október á Hilton sem bar heitið Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins. Á fundinum voru kynntar niðurstöður úr nýrri markhópagreiningu ásamt nýjum áherslum í markaðssetningu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Haldnir verða fundir á landsbyggðinni á næstu vikum í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna þar sem ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins Íslands verður kynnt.

Ný markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nú loksins eiga allir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar tækifæri á að nálgast markhópagreiningu, án tilkostnaðar, og dýpka skilning sinn á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að skerpa betur á markaðssetningunni.

Íslenska stafrófið notað til að fræða erlenda ferðamenn um alla landshluta Íslands

Íslandsstofa kynnir í dag nýjan áfanga í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland, þar sem íslenska stafrófið og allir sjö landshlutarnir eru í öndvegi.

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna

Fulltrúar Íslandsstofu ásamt 17 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, Markaðsstofu Norðurlands og Vestfjarða auk fulltrúa ferðamálayfirvalda á Grænlandi og Færeyjum eru þessa vikuna á ferð um Bandaríkin með viðkomu í borgunum Pittsburgh, Philadelphia og New York.