Loading…

Fréttasafn

Áherslur Íslands vekja athygli

Ferðakaupstefnan World Travel Market fer fram dagana 6. - 8. nóvember í London. Í ár taka 22 fyrirtæki þátt á Íslandsbásnum.

Heilsa úr hafi kynnt í Kaupmannahöfn

Sjö íslensk nýsköpunarfyrirtæki kynntu vörur sínar fyrir dönskum fjárfestum, söluaðilum og öðrum áhugasömum, í Kaupmannahöfn á dögunum. „Heilsa úr hafi“ var yfirskrift viðburðarins sem haldinn var í samstarfi sendiráðs Íslands í Danmörku, Íslandsstofu og Viðskiptaklúbbs Norðurbryggju.

Starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 40% starfshlutfall sem hentar vel með námi frá janúar og fram í maí árið 2018.

Ísland tekur þátt í einni mikilvægustu ferðakaupstefnu Asíu

Íslandsstofa skipulagði í fyrsta sinn þjóðarbás á ferðakaupstefnunni ITB Asia sem fram fór í Singapore dagana 25. - 27. október sl.

Norrænn matur vekur áhuga á áfangastað ferðamanna

Matur og matarmenning voru í forgrunni á norræna viðburðinum The Great Nordic Feast sem haldinn var í London 20.- 22.október. Uppselt var á alla viðburðina og gæddu um 1.200 manns sér á norrænum mat, m.a. þorski, bleikju og skyri frá Íslandi.

Ný vegferð í markaðssetningu Íslands hlýtur góðar viðtökur í Suður-Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 16.-19. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Torínó og Mílanó.

Nýtt gangtegundamyndband ýtir undir vinsældir íslenska hestsins um allan heim

Horses of Iceland sendi nýlega frá sér myndband þar sem gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar og hafa viðbrögðin við myndbandinu verið mjög góð.

Ísland í sviðsljósinu á La Mercé hátíðinni í Barcelona

Í tilefni af því að Reykjavíkurborg var gestaborg hátíðarinnar í ár kynnti Íslandsstofa fisk undir merkjum Bacalao de Islandia og ferðþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland meðan á hátíðinni stóð. Markmiðið var að nýta sér þá athygli sem Ísland og Reykjavík fékk á hátíðinni og auka slagkraft í kynningarstarfinu sem tengist öllu því sem íslenskt er.

Íslensk matvælafyrirtæki í vettvangsferð til Þýskalands

Nú á dögunum skipulögðu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Berlín vettvangs- og fræðsluferð fyrir aðila í matvælageiranum til Þýskalands. Fjögur fyrirtæki tóku þátt en þau voru: Fisherman, Kjarnafæði, Nói Síríus og Ós (Leo Brand).

Ábyrg markaðssetning Íslands kynnt á Spáni

Nýlega tók fulltrúi Íslandstofu þátt í ráðstefnu í borginni Malaga á Suður Spáni um ábyrga og sjálfbæra markaðssetningu áfangastaða.