Loading…

Fréttasafn

Jólakveðja frá starfsfólki Íslandsstofu

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu!

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni, International Film Business Awards í byrjun desember. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum, en hann leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátið kvikmyndageirans, og haldin er á Indlandi.

Jólaandinn í ferðaþjónustunni

Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin.

Íslensk matarmenning kynnt á jólamarkaði í Frakklandi

Nú á dögunum stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á íslenskum mat og matarmenningu í litla Eldhúsinu sem staðsett er í íslenska jólaþorpinu í Strassborg.

Mikill fjöldi viðstaddur opnun íslenska þorpsins á jólamarkaðinum í Strassborg

Mikill áhugi er á Íslandi í Strassborg þessi dagana þar sem Ísland er heiðursgestur á einum elsta og stærsta jólamarkaði í heimi. Formleg opnunarhátíð íslenska þorpsins á jólamarkaðinum fór fram síðastliðið laugardagskvöld.

Saltfiskveisla á Húsavík

Í nóvember komu til Íslands tveir Portúgalar frá veitingastaðnum Bacalhau Afins í Aveiro til að kynnast veiðum, saltfiskvinnslu og landinu almennt.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá góðar viðtökur í Kína

Íslandsstofa hafði umsjón með þátttöku sjö íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Qingdao, China Fisheries & Seafood Expo, sem fram fór dagana 1. -3. nóvember sl.

Ísland heiðursgestur á einum elsta jólamarkaði heims

Ísland er heiðursgestur á hinum árlega jólamarkaði í Strassborg. Markaðurinn er bæði einn sá stærsti og sá elsti sinnar tegundar í Evrópu, en þangað sækja að jafnaði um tvær milljónir gesta.

Nýtt myndband um íslenska hestinn frumsýnt

Í dag frumsýndu Íslandsstofa og markaðsverkefnið HORSES OF ICELAND nýtt kynningarmyndband um íslenska hestinn. Myndbandinu er ætlað að vera ein helsta stoðin í markaðsstarfinu og kemur í kjölfarið á vel heppnuðu “Gangtegunda­myndbandi”

Hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu hlaut í gærkvöldi þrenn verðlaun á Stevie Awards verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York