Loading…

Fréttasafn

Íslandsbásinn fjölsóttur á Fitur 2018

Dagana 17.-21. janúar sl. tóku níu íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt í Fitur ferðasýningunni í Madrid á Spáni á bás Íslandsstofu.

Ísland þátttakandi á ferðasýningunni Matka í Helsinki

Dagana 17. og 18. janúar sl. tók Íslandsstofa þátt í ferðasýningunni Matka í Helsinki, ásamt sjö íslenskum fyrirtækjum í ferðaþjónustu

Vel sótt vinnustofa í tengslum við heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar

Fjöldi aðila í ferðaþjónustu sótti vinnustofu sem haldin var 18. janúar sl. á vegum Íslandsstofu, samhliða opinberri heimsókn forseta Íslands til Stokkhólms.

Tímamóta markaðsverkefni í tengslum við HM 2018 kynnt á Hilton

Um 170 manns mættu á kynningarfund Íslandsstofu sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag og fjallaði um tímamóta markaðs- og kynningarverkefni fyrir íslenskt atvinnulíf vegna þátttöku Íslands á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lenda á Akureyri

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break.

Jólakveðja frá starfsfólki Íslandsstofu

Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Þökkum gott samstarf á árinu!

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni, International Film Business Awards í byrjun desember. Einar Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu tók við verðlaununum, en hann leiðir verkefnið Film in Iceland sem kynnir Ísland sem tökustað erlendis. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival, sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátið kvikmyndageirans, og haldin er á Indlandi.

Jólaandinn í ferðaþjónustunni

Erlendir gestir koma í síauknum mæli til Íslands til þess að upplifa hér jól og áramót. Þeir vilja kynnast því hvernig við fögnum þessari einstöku hátíð, en á sama tíma geta notið náttúru, menningar, matar, afþreyingar, heitu lauganna og mögulega sjá norðurljósin.

Íslensk matarmenning kynnt á jólamarkaði í Frakklandi

Nú á dögunum stóð Íslandsstofa fyrir kynningu á íslenskum mat og matarmenningu í litla Eldhúsinu sem staðsett er í íslenska jólaþorpinu í Strassborg.

Mikill fjöldi viðstaddur opnun íslenska þorpsins á jólamarkaðinum í Strassborg

Mikill áhugi er á Íslandi í Strassborg þessi dagana þar sem Ísland er heiðursgestur á einum elsta og stærsta jólamarkaði í heimi. Formleg opnunarhátíð íslenska þorpsins á jólamarkaðinum fór fram síðastliðið laugardagskvöld.