Loading…

Fréttasafn

Íslensk ferðaþjónusta öflug á ITB 2018 í Berlín

Íslenski þjóðarbásinn vakti mikla athygli á ITB í Berlín dagana 7.- 11. mars sl. en um er að ræða stærstu fag- og ferðasýningu í heimi.

Landkynningarhátíðin Taste of Iceland í Boston

Taste of Iceland hátíðin var haldin í Boston dagana 8.-11. mars sl.

Forsetahjónin bjóða heiminum að ganga til liðs við #TeamIceland

Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Eliza Reid, forsetafrú bjóða heiminum að taka þátt í HM-ævintýri Íslendinga í nýju myndbandi frá Inspired by Iceland. Forsetahjónin hvetja fólk til að ganga til liðs við „Team Iceland“ og upplifa gleðina frá fyrstu hendi og kynnast landinu betur.

Vinnustofur í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í Bandaríkjunum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu dagana 13.- 16. febrúar sl. Að þessu sinni voru borgirnar Chicago, Cleveland og St. Louis sóttar heim.

Íslenskt hugvit kynnt á E-World í Essen

Íslandsstofa var á meðal þátttakenda á orkuráðstefnunni E-World energy & water sem fram fór í Essen á dögunum (n.t.t. 5. - 8. febrúar sl.). Er þetta í annað sinn sem staðið er að bás á ráðstefnunni, í samstarfi við Landsvirkjun. Að þessu sinni var íslenski básinn undir merkjum Inspired by Iceland.

Vel sóttur fundur um verndun vörumerkja

Íslandsstofa, í samstarfi við Einkaleyfastofuna og Alþjóðahugverkastofnunina (WIPO), stóð í vikunni fyrir fundi um verndun vörumerkja við sókn á erlendan markað. Góð aðsókn var að fundinum og ánægja með erindin. Glærur má nálgast hér...

Vinnustofa fimm landa í London

Íslandsstofa kom að skipulagningu sameiginlegrar vinnustofu í London 31. janúar sl. með Finnum, Eistum, Færeyingum og Grænlendingum.

Íslenskur þorskur í öndvegi á Madrid Fusión

Íslenskur þorskur var kynntur á Madrid Fusión dagana 22.-24. janúar. Þetta er í þriðja sinn sem Bacalao de Islandia tekur þátt í sýningunni.

Samningur við Kokkalandsliðið endurnýjaður

Íslandsstofa og Ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries) endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn við Kokkalandsliðið og verða áfram bakhjarlar liðsins.

Íslandsbásinn fjölsóttur á Fitur 2018

Dagana 17.-21. janúar sl. tóku níu íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu þátt í Fitur ferðasýningunni í Madrid á Spáni á bás Íslandsstofu.