Loading…

Fréttasafn

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fá góðar viðtökur í Kína

Íslandsstofa hafði umsjón með þátttöku sjö íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Qingdao, China Fisheries & Seafood Expo, sem fram fór dagana 1. -3. nóvember sl.

Ísland heiðursgestur á einum elsta jólamarkaði heims

Ísland er heiðursgestur á hinum árlega jólamarkaði í Strassborg. Markaðurinn er bæði einn sá stærsti og sá elsti sinnar tegundar í Evrópu, en þangað sækja að jafnaði um tvær milljónir gesta.

Nýtt myndband um íslenska hestinn frumsýnt

Í dag frumsýndu Íslandsstofa og markaðsverkefnið HORSES OF ICELAND nýtt kynningarmyndband um íslenska hestinn. Myndbandinu er ætlað að vera ein helsta stoðin í markaðsstarfinu og kemur í kjölfarið á vel heppnuðu “Gangtegunda­myndbandi”

Hlaut þrenn verðlaun á Stevie Awards fyrir konur í viðskiptum

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu hlaut í gærkvöldi þrenn verðlaun á Stevie Awards verðlaunaafhendingunni sem haldin var í New York

Áherslur Íslands vekja athygli

Ferðakaupstefnan World Travel Market fer fram dagana 6. - 8. nóvember í London. Í ár taka 22 fyrirtæki þátt á Íslandsbásnum.

Starfsnám hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa auglýsir eftir starfsnema. Um er að ræða 40% starfshlutfall sem hentar vel með námi frá janúar og fram í maí árið 2018.

Ísland tekur þátt í einni mikilvægustu ferðakaupstefnu Asíu

Íslandsstofa skipulagði í fyrsta sinn þjóðarbás á ferðakaupstefnunni ITB Asia sem fram fór í Singapore dagana 25. - 27. október sl.

Norrænn matur vekur áhuga á áfangastað ferðamanna

Matur og matarmenning voru í forgrunni á norræna viðburðinum The Great Nordic Feast sem haldinn var í London 20.- 22.október. Uppselt var á alla viðburðina og gæddu um 1.200 manns sér á norrænum mat, m.a. þorski, bleikju og skyri frá Íslandi.

Ný vegferð í markaðssetningu Íslands hlýtur góðar viðtökur í Suður-Evrópu

Íslandsstofa skipulagði vinnustofur fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki dagana 16.-19. október sl. á Spáni og Ítalíu. Vinnustofurnar fóru fram í borgunum Madrid, Barcelona, Torínó og Mílanó.

Nýtt gangtegundamyndband ýtir undir vinsældir íslenska hestsins um allan heim

Horses of Iceland sendi nýlega frá sér myndband þar sem gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar og hafa viðbrögðin við myndbandinu verið mjög góð.