Loading…

Fréttasafn

Íslenskar bókmenntir njóta vinsælda í Svíþjóð

Bókasýningin í Gautaborg fór fram dagana 28. september - 1. október sl. Íslandsstofa var með bás á sýningunni, í samstarfi við Miðstöð íslenskra bókmennta og Félag bókaútgefenda, þar sem kynntar voru bækur íslenskra rithöfunda.

Ferðaþjónustan sækir í austur

Í september skipulagði Íslandsstofa tvo viðburði í Asíu þar sem 13 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki tóku þátt.

Hafsteinn Ólafsson valinn Kokkur ársins

Síðastliðinn laugardag var Hafsteinn Ólafsson, kokkur á Sumac Grill + Drinks, valinn Kokkur ársins 2017.

Vestnorden verður haldin á Norðurlandi 2018

Einn stærsti viðburður í ferðaþjónustu sem haldinn er á Íslandi, Vestnorden ferðakaupstefnan, verður á Akureyri 2. - 4. október 2018.

Mikill áhugi á íslensku hráefni og matarmenningu

Íslandsstofa aðstoðaði þýska matvælafyrirtækið Deutsche See við skipulagningu og móttöku nítján þýskra matreiðslumanna sem komu til Íslands í vikunni.

Ábyrg markaðssetning í ferðaþjónustu er málið

Á fjölmennum morgunverðarfundi sem Íslandsstofa, Ferðaklasinn og Festa, félag um samfélagsábyrgð, stóðu fyrir 13. september voru málefni ábyrgrar markaðssetningar í ferðaþjónustu í brennidepli.

Minni væntingar um sölu á ferðum til Íslands

Dregið hefur úr væntingum erlendra söluaðila um sölu á ferðum til Íslands á undanförnum mánuðum. Mest hefur dregið úr væntingum ferðaskrifstofa í Bretlandi og í Mið- og Suður-Evrópu. Þetta kemur fram í könnun sem Íslandsstofa gerði meðal erlendra söluaðila.

Heiðursverðlaunin ORÐSTÍR afhent í annað sinn

ORÐSTÍR, heiðursverðlaun fyrir þýðendur íslenskra bókmennta á erlendar tungur, voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum föstudaginn 8. september sl. á Bessastöðum.

Aukin tækifæri í samskiptum Íslands og Grænlands

Þann 5. september var haldin ráðstefna í höfuðstað Grænlands, Nuuk þar sem leitast var við að skoða þá möguleika sem felast í auknum samgöngum milli Íslands og Grænlands.

Leitað hugmynda að grænum lausnum

Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Norræna þróunarsjóðinn (NDF), stóð fyrir kynningarfundi á Norræna loftslagssjóðnum (e. Nordic Climate Facility), í upphafi mánaðar.