Loading…

Fréttasafn

Ferðakynningar í Austurlöndum fjær

Dagana 12. til 17. maí stóð Íslandsstofa fyrir ferðakynningum og vinnustofum í Seoul í Suður Kóreu og kínversku borgunum Hong Kong, Shenzhen og Guangzhou.

Viðskiptatækifæri í tengslum við breyttar samgöngur milli Íslands og Grænlands

Á næstu árum verða umtalsverðar breytingar á samgöngum milli Íslands og Grænlands. Grænlensk stjórnvöld hafa kynnt stórtækar hugmyndir um stækkun flugvalla og Eimskip og Royal Arctic Line hafa sameinast um að auka tíðni siglinga milli landanna. Með þessum breytingum verða til ný tækifæri í ferðaþjónustu, vöruflutningum og frekara samstarfi milli landanna.

Vel heppnuð sjávarútvegssýning í Brussel

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra fyrirtækja á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var 25. - 27. apríl sl. Góð þátttaka var frá Íslandi en hátt í 30 fyrirtæki voru samankomin á íslensku þjóðarbásunum, bæði með sjávarafurðir á Seafood Expo Global og tækni- og þjónustufyrirtæki á Seafood Processing Global.

Alþjóðlegur dagur íslenska hestsins og Hestadagar

Hestadagar voru haldnir á Íslandi dagana 29. apríl til 1. maí sl. og Dagur íslenska hestsins þann 1. maí á heimsvísu. Markaðsverkefnið Horses of Iceland stóð að dagskrá Hestadaga í samstarfi við innlenda hagsmunaaðila og virkjaði fólk um allan heim í að kynna íslenska hestinn með fjölbreyttum hætti á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Mikill fjöldi fólks tók þátt í dagskránni og deildi myndum af upplifun sinni á samfélagsmiðlum.

Fundað um samstarf á norðurslóðum

Íslandsstofa, Visit Greenland og Visit Faroe Islands stóðu fyrir vinnustofu 9. maí sl. með það að markmiði að styrkja samstarf á sviði ferðamála á milli Íslands, Færeyja og Grænlands.

Mikill áhugi á danska matvælamarkaðinum

Þann 4. maí hélt Íslandsstofa, í samvinnu við Dansk-íslenska viðskiptaráðið, fund um danska matvælamarkaðinn. Fundurinn var vel sóttur en þar var fjallað um útflutning matvæla til Danmerkur, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og straumar og stefnur.

Íslensk ferðaþjónusta vekur athygli í Mið Evrópu

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum í ferðaþjónustu í borgunum Amsterdam, Brussel og Zürich dagana 2.- 4. maí sl.

Kosta Ríka fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu

Þann 24. apríl sl stóð Íslandsstofa í samvinnu við Isavia og alþjóðlegu ráðstefnuna What Works 2017 fyrir fundi um sjálfbæra ferðaþjónusta á Kosta Ríka.

Sjálfbær stjórnun rædd á ársfundi Íslandsstofu

Fjölmenni var á opnum ársfundi Íslandsstofu sem haldinn var sl. föstudag í Silfurbergi í Hörpu. Þema fundarins var mikilvægi sjálfbærni- og umhverfisvottana í alþjóðlegu markaðsstarfi en þar fjallaði Sandja Brügmann, sérfræðingur í sjálfbærum rekstri, um vægi þess í viðskiptum að njóta trausts viðskiptavinarins

Óskað eftir skapandi verkefnum fyrir ímynd Norðurlandanna

Norræna ráðherranefndin kallar eftir hugmyndum að skapandi verkefnum sem geta stutt við sameiginlega ímynd Norðurlandanna og vakið athygli umheimsins.