Loading…

Fréttasafn

HM íslenska hestsins haldið 7.-13. ágúst

Íslandsstofa hefur umsjón með kynningu á Horses of Iceland í svokölluðu Íslandstjaldi þar sem íslenskir aðilar eru með sýningaraðstöðu. Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og má búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir.

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála.

Viðskiptastefnumót í London í nóvember

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í London og Ernst & Young boða til tveggja daga viðburðar í London 6. og 7. nóvember næstkomandi. Markmiðið er að stefna saman íslenskum fyrirtækjum sem eiga erindi á erlendan markað og breskum fjárfestum sem og fyrirtækjum sem eru að leita eftir nýjum lausnum og tækifærum.

Gróska í söguferðaþjónustu

Kannanir meðal erlenda ferðamanna hafa leitt í ljós mikinn áhuga á íslenskri menningu og sögu enda hefur átt sér stað mikil gróska í söguferðaþjónustu vítt og breitt um landið á undanförnum árum.

Íslensk matvælafyrirtæki kanna sérvörumarkaðinn í New York

Nú á dögunum skipulögðu Íslandsstofa og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York viðskiptaheimsókn íslenskra matvælafyrirtækja til New York. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast sérvörumarkaðnum og viðskiptaumhverfinu í Bandaríkjunum og skapa tengsl við hugsanlega kaupendur og sérfræðinga.

Ferðamenn hvattir til að ferðast um Ísland á ábyrgan hátt

Sumarherferð markaðsverkefnisins Inspired by Iceland hófst í dag. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti.

Stjórn Íslandsstofu heimsækir Vestfirði

Stjórn Íslandsstofu lagði upp í ferðalag á dögunum og heimsótti nokkra staði á Vestfjörðum. Markmiðið var að kynna sér atvinnulíf og staðhætti á Vestfjörðum frá fyrstu hendi.

Ask Guðmundur fékk tvö silfur á Effie verðlaunaafhendingunni í Norður Ameríku

Markaðsherferðin Ask Guðmundur sem er hluti af Inspired by Iceland herferð Íslandsstofu fékk tvenn silfurverðlaun á Effie verðlaunahátíðinni sem haldin var hátíðlega í New York í nótt

Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur

Íslandsstofa og Rannís opnuðu nýverið nýjan og áhugaverðan vef á ensku um nám á Íslandi.

Engar skáldsögur af íslenskum mat

Á fundi Íslandsstofu sem haldinn var í dag 23. maí var kynnt greining á ásýnd og umfjöllun um íslensk matvæli á vef- og samfélagsmiðlum. Umfjöllunin er almennt jákvæð, fyrir utan það að hefðbundni eða gamli íslenski maturinn fellur útlendingum ekki í geð, Áhugaverðar sögur sem miðast við áhugasvið fólks er leiðin til að ná athygli og fólk tekur meira mark á umsögnum vina og áhrifavalda (influencers) sem deila upplifun sinni en á því sem fyrirtækin senda frá sér.