Loading…

Fréttasafn

Ísland í sviðsljósinu á La Mercé hátíðinni í Barcelona

Í tilefni af því að Reykjavíkurborg var gestaborg hátíðarinnar í ár kynnti Íslandsstofa fisk undir merkjum Bacalao de Islandia og ferðþjónustu undir merkjum Inspired by Iceland meðan á hátíðinni stóð. Markmiðið var að nýta sér þá athygli sem Ísland og Reykjavík fékk á hátíðinni og auka slagkraft í kynningarstarfinu sem tengist öllu því sem íslenskt er.

Íslensk matvælafyrirtæki í vettvangsferð til Þýskalands

Nú á dögunum skipulögðu Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Berlín vettvangs- og fræðsluferð fyrir aðila í matvælageiranum til Þýskalands. Fjögur fyrirtæki tóku þátt en þau voru: Fisherman, Kjarnafæði, Nói Síríus og Ós (Leo Brand).

Ábyrg markaðssetning Íslands kynnt á Spáni

Nýlega tók fulltrúi Íslandstofu þátt í ráðstefnu í borginni Malaga á Suður Spáni um ábyrga og sjálfbæra markaðssetningu áfangastaða.

Vel heppnuð viðskiptaheimsókn til Vladivostok

Hópur íslenskra fyrirtækja sem þjónusta sjávarútveginn sótti Kyrrahafsströnd Rússlands heim á dögunum. Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu og sendiráðs Íslands í Rússlandi en leiðin lá til borgarinnar Vladivostok.

Góð mæting á fund um nýja vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins

Yfir 200 manns komu á fund Íslandsstofu 9. október á Hilton sem bar heitið Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins. Á fundinum voru kynntar niðurstöður úr nýrri markhópagreiningu ásamt nýjum áherslum í markaðssetningu fyrir íslenska ferðaþjónustu. Haldnir verða fundir á landsbyggðinni á næstu vikum í samstarfi við markaðsstofur landshlutanna þar sem ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins Íslands verður kynnt.

Ný markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nú loksins eiga allir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar tækifæri á að nálgast markhópagreiningu, án tilkostnaðar, og dýpka skilning sinn á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að skerpa betur á markaðssetningunni.

Íslenska stafrófið notað til að fræða erlenda ferðamenn um alla landshluta Íslands

Íslandsstofa kynnir í dag nýjan áfanga í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland, þar sem íslenska stafrófið og allir sjö landshlutarnir eru í öndvegi.

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna

Fulltrúar Íslandsstofu ásamt 17 íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum, Markaðsstofu Norðurlands og Vestfjarða auk fulltrúa ferðamálayfirvalda á Grænlandi og Færeyjum eru þessa vikuna á ferð um Bandaríkin með viðkomu í borgunum Pittsburgh, Philadelphia og New York.

Auglýst eftir umsóknum - mörkun Norðurlandanna

Vinnuhópur um mörkun Norðurlandanna á vegum norrænu ráðherranefndarinnar óskar nú eftir tillögum að verkefnum til að styrkja.

Viðskiptafulltrúarnir á landinu

Ársfundur viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands fór fram á Íslandi dagana 26.-28. september sl. Alls eru 10 viðskiptafulltrúar starfandi við jafn mörg íslensk sendiráð og voru níu þeirra mættir til landsins.