Loading…

Fréttasafn

Níu Íslendingar kynna Ísland frá A til Ö í herferð Inspired by Iceland

„Ísland frá A til Ö“ kallast ný herferð Íslandsstofu sem framleidd er undir merkjum Inspired by Iceland. Herferðin nýtir íslenska stafrófið sem leiðarvísi til að kynna land og þjóð.

Afmælishátíð íslenska hestsins fagnað í Danmörku

Íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn og markaðsverkefnið Horses of Iceland tóku þátt í 50 ára afmælishátíð Íslandshestasamtakanna í Danmörku 21. október sl.

Góð heimsókn viðskiptafulltrúanna við sendiráð Íslands

Viðskiptafulltrúarnir við sendiráð Íslands hafa undanfarna daga verið á landinu. Alls áttu þeir samanlagt hátt í 100 fundi á “speed dating” með fyrirtækjum á Grand Hótel á miðvikudag auk þess að bjóða upp á opnar kynningar.

Ísland tekur þátt í ráðstefnu um vatnsaflsvirkjanir

Íslandsstofa tók þátt ásamt fimm íslenskum fyrirtækjum á ráðstefnunni Hydro 2018 sem fór fram dagana 15. - 17. október í Gdansk.

Fjöldi íslenskra þátttakenda á ITB Asia í Singapúr

Þessa dagana stendur yfir ITB ferðakaupstefnan í Singapúr.

Horses of Iceland á Íslensku landbúnaðarsýningunni

Horses of Iceland tók þátt í sýningunni Íslenskur Landbúnaður 2018 sem haldin var í Laugardalshöll helgina 12.- 14. október sl.

Taste of Iceland viðburðir í Norður-Ameríku

Taste of Iceland eru viðburðir sem Iceland Naturally stendur fyrir í völdum borgum í Norður-Ameríku árlega og hafa það að markmiði að kynna íslenska menningu.

Sautján íslensk fyrirtæki heimsækja Kaliforníu

Íslandsstofa stóð fyrir vinnustofum um áfangastaðinn Ísland fyrir ferðaþjóna í Los Angeles, San Jose og San Francisco í Kaliforníu dagana 9.- 12. október.

Almenn ánægja með Vestnorden ferðakaupstefnuna á Akureyri

Vestnorden ferðakaupstefnan var haldin í 33. skipti dagana 2.- 4. október. Kaupstefnan fór fram á Akureyri og voru þar samankomnir ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum til að kynna það sem löndin hafa upp á að bjóða.

Yfir 600 þátttakendur frá 30 löndum á Vestnorden á Akureyri

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart hófst í gær en hún er einn stærsti viðburður í ferðaþjónustu sem haldinn er á Íslandi.