Loading…

Fréttasafn

Opnunarfundur útflutnings- og markaðsráðs

Fyrsti fundur nýstofnaðs útflutnings- og markaðsráðs var haldinn í gær á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Norrænar vinnustofur í Suður Evrópu

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland stóðu fyrir norrænum vinnustofum undir heitinu „Be Nordic“ í Róm og Mílanó dagana 20. og 21. mars.

Stál og hnífur fær að hljóma í Barcelona

Dagana 28. mars til 14. apríl nk. fer kynningarherferðin „Ruta del Bacalao“ fram í Barcelona, en herferðin miðar að því að minna íbúa Spánar á dásemdir saltfisksins.

Íslenski hesturinn kynntur í Þýskalandi

Horses of Iceland tók þátt í hestasýningunni Equitana í Essen í Þýskalandi dagana 9.–17. mars.

Ánægja á árlegri sjávarútvegssýningu í Boston

Íslandsstofa skipulagði þátttöku íslenskra aðila í sjávarútvegssýningunum í Boston dagana 17. – 19. mars sl., í samstarfi við viðskiptafulltrúa Íslands í New York.

Árangursríkar vinnustofur í þremur borgum Asíu

Dagana 18. til 21. mars stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum og Íslandskynningum í borgunum Tókýó, Seúl og Taipei.

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki í sviðsljósinu í Múrmansk

Íslandsstofa í samstarfi við sendiráð Íslands í Moskvu stóð fyrir heimsókn íslenskra sjávarútvegstækni fyrirtækja til Múrrmansk í Rússlandi dagana 19. og 20. mars sl.

Starf verkefnisstjóra laust til umsóknar - Inspired by Iceland

Íslandsstofa leitar að verkefnisstjóra í spennandi markaðsverkefni í tengslum við kynningu á áfangastaðnum Íslandi.

Metfjöldi fyrirtækja á stærstu ferðasýningu í heimi

Ferðakaupstefnan ITB hófst í morgun í 53. sinn en hún er haldin árlega í byrjun mars í þýsku höfuðborginni Berlín. Alla jafna sækja kaupstefnuna um 170.000 gestir, þar af um 110.000 fagaðilar.

Tveir nýir forstöðumenn til Íslandsstofu

Íslandsstofa hefur ráðið tvo nýja forstöðumenn sem taka við nýjum sviðum í kjölfar skipulagsbreytinga. Bergþóra Halldórsdóttir stýrir nýju sviði viðskiptaþróunar og Karl Guðmundsson stýrir sviði útflutnings.