20/4/2022

Viltu sækja á þriðja stærsta heilbrigðismarkað í heimi?

Ljósmynd

Íslandsstofa og Norræna nýsköpunarhúsið í Tókýó bjóða íslenskum fyrirtækjum á sviði heilbrigðis- og lífvísinda að taka þátt í norrænu heilbrigðisráðstefnunni Nordic Health Summit Japan, þeim að kostnaðarlausu. Ráðstefnan fer fram dagana 11.-13. maí í Tókýó en einnig verður hægt að sækja hana rafrænt. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að tengjast japönskum hagaðilum

Miðvikudaginn 11. maí fer fram kynningarfundur í sendiráði Svíþjóðar í Japan þar sem fyrirtækjunum gefst kostur á að kynnast japönsku heilbrigðisumhverfi, norrænni heilbrigðistækni og fjármögnunartækifærum. Dagana 12. og 13. maí fara fram tengslamyndunarviðburðir, en þeir verða alfarið á fjarfundaformi. Þar geta fyrirtækin kynnt vörur sínar og þjónustu fyrir japönskum fyrirtækjum, fjárfestum og frumkvöðlum.

Skráningarfrestur rennur út 10. maí nk.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á vefsíðu verkefnisins

Frekari upplýsingar veita:

Ágúst Sigurðarson, agust@islandsstofa.is
Jarþrúður Ásmundsdóttir, jarthrudur@islandsstofa.is
Halldór Elís Ólafsson, halldor.olafsson@utn.is

/

Sjá allar fréttir
Frétta mynd

13/5/2022

Samningur um Film in Iceland endurnýjaður
Frétta mynd

7/5/2022

Starf forstöðumanns Grænvangs laust til umsóknar
Frétta mynd

4/5/2022

Kynningartækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í Tívolí á 17. júní
Frétta mynd

3/5/2022

Íslensk vaxtarfyrirtæki hyggjast ráða 800 erlenda sérfræðinga

Business Iceland

Gróska

Bjargargata 1, 102 Reykjavík - 4. floor

Telephone +354 511 4000

About Business Iceland

Employees

Persónuverndarstefna

Jafnréttisstefna

Sjálfbærnistefna

Framtíðarstefna

Samstarf um verðlaun

Þjónusta

Útflutningsþjónusta

Heimstorgið

Erlendar fjárfestingar

Markaðsverkefni

Sýningar

Allur réttur áskilinn