15. febrúar 2023

Viðskiptatækifæri á Indlandi

Ljósmynd

Boðað verður til veffundar fyrir áhugasama þar sem ferðirnar eru kynntar betur

Heimsókn til þriggja fylkja á Indlandi

Forsvarsmönnum fyrirtækja áhugasömum um Indland býðst nú að heimsækja þrjú fylki í norð-austurhluta landsins á næstu vikum og kynna sér viðskiptatækifæri þar. Indversk stjórnvöld greiða fyrir ferðir frá Nýju-Delí til viðkomandi áfangastaða, uppihald og staðarkostnað.

Um er að ræða þrjár mismunandi þriggja daga ferðir;

  • 1. – 3. mars til Mizoram-fylkis
    Áherslur: Urban planning, Infrastructure, Bamboo, Startups, Skill Development, Nursing and Paramedics
     

  • 15. – 17. mars til Sikkim fylkis
    Áherslur: Tourism, Hospitality, Pharmaceutical and Organic Farming
     

  • 4. – 6. apríl til Nagalands fylkis
    Áherslur: Agriculture and Food Processing

Það er indverska viðskipta- og iðnaðarráðið (CII) í samvinnu við Íslensk-indversku viðskiptasamtökin (IIBA) í Nýju-Delí og viðkomandi fylkisstjórnir sem standa fyrir ferðunum. Um er að ræða verkefni innan ramma G20 formennsku Indverja, undir yfirskriftinni B20. Sjá nánar um ferðirnar á vefsíðunni www.b20indianortheast.in.

Boðað verður til veffundar fyrir áhugasama þar sem ferðirnar eru kynntar betur. Vinsamlegast skráið áhuga hér fyrir neðan og haft verður samband.

-> Fá frekari upplýsingar

rich text image
Heimsókn til þriggja fylkja á Indlandi

Sjá allar fréttir